Peningamál - 01.11.2006, Side 67

Peningamál - 01.11.2006, Side 67
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 67 litlu leyti útgefendur þeirra bréfa sem hafa fallið í gjalddaga og útgáfu- dagar standast ekki á við gjalddaga þeirra sem fyrir eru. Lítilla áhrifa hefur gætt vegna þessara hreyfi nga á gjaldeyrismarkaði en ákveðnar vísbendingar eru um að stöðutaka með krónunni hafi aukist og hún fari í auknum mæli fram í gegnum gjaldeyris- og peningamarkaðinn. Framvirk erlend staða viðskiptabankanna þriggja var í lok þriðja árs- fjórðungs 430 ma.kr. eins og fyrr segir. Gjaldeyrisforði minnkar Reiknaður í íslenskum krónum hefur gjaldeyrisforði Seðlabankans dregist saman frá byrjun júlí í takt við styrkingu krónunnar. Forðinn stendur í 71 ma.kr. Haldið hefur verið áfram að greiða niður erlendar skuldir ríkissjóðs og í því skyni hefur bankinn keypt 5 m. Bandaríkjadala á innlendum gjaldeyrismarkaði í viku hverri. Gjaldeyrisinnstæður ríkis- sjóðs í Seðlabankanum nægja nú til greiðslu þeirra erlendu skuldbind- inga sem falla á ríkið það sem eftir er af árinu. Eins og áður hefur verið tilkynnt mun bankinn kaupa gjaldeyri á markaði til loka ársins 2006 í sama mæli og hann hefur gert undanfarna mánuði í því skyni að styrkja gjaldeyrisforðann. Framhaldið mun ráðast af aðstæðum á markaði, þörfum ríkissjóðs og áætlunum um æskilega forðastærð og verða áform bankans í því efni kynnt sérstaklega. Á næsta ári falla á ríkissjóð um 208 m. Bandaríkjadala í formi gjalddaga og vaxta af erlendum lánum. Á árinu 2007 mun Seðlabankinn halda áfram reglulegum kaup- um á gjaldeyri á innlendum millibankamarkaði. Stefnt er að því að kaupa 3 milljónir Bandaríkjadala tvisvar í viku í stað 2,5 milljóna í ár. Fjárhæð einstakra viðskipta verður þar með hin sama og lágmarksfjár- hæðin sem gildir í reglulegum viðskiptum viðskiptavaka á millibanka- markaði. Um það bil tveir þriðju hlutar þess gjaldeyris sem keyptur verður á næsta ári verða seldir ríkissjóði vegna greiðslu afborgana og vaxta af erlendum lánum. Það sem umfram verður rennur til styrkingar gjaldeyrisforða bankans. Erlendar eignir Seðlabankans eru nú innan við 10 ma.kr. lægri en erlendar skuldir ríkissjóðs. Nú eru til skoðunar í Seðlabankanum hug- myndir um að tengja saman erlendar eignir Seðlabankans og erlendar skuldir ríkissjóðs. Það myndi fela í sér að öll gjaldeyrisáhætta og megnið af vaxtaáhættu þessara aðila yrði varin. Hliðstæðum aðferðum er beitt hjá seðlabönkum Danmerkur, Kanada og Nýja-Sjálands. Slík breyting hefði engin áhrif á krónumarkað eða gjaldeyrismarkað. Endurfjármögnun bankanna KB banki tilkynnti í lok september að hann hefði lokið endurfjármögn- un þeirra erlendu lána sem falla í gjalddaga til ársloka 2007. Áður hafði sams konar tilkynning borist frá Glitni og Landsbanka. Mikill hluti er- lendra skulda stóru bankanna þriggja fellur í gjalddaga á næsta ári eða sem svarar um 11 ma. evra. Við það bætist fjárþörf vegna útlánavaxtar á tímabilinu sem enn er óljóst hver verður. Komið höfðu fram efasemd- ir á markaðnum um möguleika bankanna á að endurfjármagna sig. Þeir hafa lítið sótt á Evrópumarkað í ár en með lántökum í Banda- ríkjunum tókst að tryggja góða lausafjárstöðu næstu misseri. Kjörin reyndust þó lakari en verið hafði síðastliðin ár en bankarnir munu hafa Erlendar skuldir (v. ás) Gjaldeyrisforði (h. ás) Mynd 4 Gjaldeyrisforði og vergar erlendar skuldir ríkissjóðs Ársfjórðungstölur, 2000-2006 30. desember 2005 = 100 Heimild: Seðlabanki Íslands. 40 60 80 100 120 140 160 180 200 220 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 2006200520042003200220012000 Kaupþing banki Landsbanki Glitnir Vísitala evrópskra fjármálafyrirtækja Mynd 5 Skuldatryggingar íslenskra banka og vísitala evrópskra fjármálafyrirtækja Daglegar tölur 23. maí 2006 - 27. október 2006 Punktar Heimildir: Bloomberg, Reuters. 0 10 20 30 40 50 60 70 80 okt.sept.ágústjúlíjúnímaí
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.