Peningamál - 01.11.2006, Qupperneq 83

Peningamál - 01.11.2006, Qupperneq 83
HRÆRINGAR INNAN PENINGAHAGFRÆÐINNAR OG STARFSEMI SEÐLABANKA P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 83 Seðlabanki Íslands og nýkeynesísk hagfræði Markmið, mótun og framsetning aðgerða Seðlabanka Íslands í peningamálum hafa tekið stakkaskiptum á undanförnum árum. Framþróunin hefur endurspeglað þær framfarir sem var lýst hér að framan. Verðbólgumarkmið var tekið upp í mars árið 2001 og líkt og annars staðar fylgdu stórauknar áherslur á spágerð og markvissa framsetningu á röksemdum aðgerða bankans. Síaukið gagnsæi við mótun og kynningu peningastefnu Seðlabankans sést glöggt af orðræðu Peningamála og endurbótum á spám bankans. Seðlabankinn hefur leitast við að veita verðbólguvæntingum betri kjölfestu og draga úr óvissu á mörkuðum með því að veita meiri upplýsingar um líklega þróun stýrivaxta næstu misserin. Þetta hefur bankinn m.a. gert með beittari og opinskárri orðræðu, með því að tjá sig um þær væntingar sem lesa má út úr framvirkum vöxtum á markaði, með því að birta stýrivaxtaferla sem samkvæmt hermunum líkans bankans tryggja að verðbólgu markmiðinu verði náð á spátímabilinu og með því að koma á föstum vaxtaákvörðunardögum. Gagnsæið hefur einnig birst í breytingum á spám bankans. Grunnspá bankans hefur breyst frá því að miðast við óbreytta stýrivexti út spátímabilið yfi r í að ganga út frá stýrivaxtaferli sem endurspeglar væntingar markaðs- og greiningaraðila um þróun stýrivaxta á næstu misserum. Englandsbanki og sænski seðlabankinn hafa t.d. valið sömu leið. Rannsóknarstarf Seðlabankans hefur einnig aukist til muna frá því að undirbúningur að upptöku verðbólgumarkmiðs hófst. Rannsóknir hafa beinst að kortlagningu miðlunarferlis peningastefnunnar, hag- sveifl urannsóknum og eiginleikum verðbólguþróunar. Þá hefur ómæld vinna verið lögð í þróun nýs ársfjórðungslegs þjóðhagslíkans (QMM) sem tók við af eldra líkani í upphafi ársins (sjá Ásgeir Daníelsson o.fl ., 2006). Nýja líkanið er ekki nýkeynesískt, jafnvægisskilyrði þess eru ekki afrakstur hámörkunar markaðsaðila heldur útkoma tölfræðilegs mats á (langtíma)samböndum ýmissa hagstærða.10 Samræmi við gögnin er því sett skör hærra en samkvæmni við fræðin með tungutaki Pagans (2003).11 Aðferðir Seðlabankans við verðbólguspár hafa jafnframt tekið breytingum í áranna rás (sjá t.d. rammagrein VIII-1 á bls. 46-47 í Pen- ingamálum 2006/1). Greina má skýra tilhneigingu í þróun verðbólgu - spágerðar bankans til að byggja í auknum mæli á nýkeynesískum áherslum. Framleiðsluspenna fékk aukið vægi í spám bankans á árinu 2002 og í nýju ársfjórðungslíkani bankans er verðbólguspárjafnan 10. Val á jöfnum og skamm- og langtímaskilyrðum í QMM byggist ekki eingöngu á tölfræði - legu mati, einnig er litið til dýnamískra eiginleika líkansins í heild (sjá nánar í Ásgeir Daníels- son o.fl., 2006). 11. Fukac og Pagan (2006) skipta þjóðhagslíkönum seðlabanka niður í fjórar kynslóðir þar sem DSGE-heildarjafnvægislíkön skipa fjórðu kynslóðina. QMM-líkan Seðlabankans skipar sér í flokk annarrar kynslóðar líkana. Þau líkön eru mun minni en fyrstu kynslóðar líkönin og leggja áherslu á skýra framsetningu framboðshliðar með framleiðslufalli og notkunar villuleiðréttingarformsins (e. error correction form) til að lýsa skammtímaeiginleikum helstu efnahagssambanda. Mikilvægi framsýnna væntinga í QMM-líkaninu er reyndar meira í takt við þriðju kynslóð líkana. Megineinkenni þriðju kynslóðarinnar er að líkönin byggj - ast á skýrri framsetningu hámörkunarvanda framsýnna heimila og fyrirtækja sem gefur vel skilgreint kyrrstætt jafnvægi, en það reyndist oft erfitt að finna slíkt í annarri kynslóð líkana. Fjórða kynslóðin kynnir til sögunnar ófullkomna samkeppni og flóknari verð- og launamyndun sem breytir til muna dýnamískum eiginleikum þessara líkana frá þriðju kyn- slóð líkana þar sem fullkomin samkeppni og auðbreytanleg verð og laun réðu ríkjum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.