Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 84

Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 84
P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 84 Phillips ferill sem er býsna nýkeynesískur þótt hann sé ekki leiddur út frá verðmyndun fyrirtækja. Óvæntar gengisbreytingar hafa öðru hverju torveldað verðbólguspágerð og verðbólgukúfar af þeim sökum með tilheyrandi vaxandi verðbólguvæntingum hafa grafi ð undan aðhaldi peningastefnu Seðlabankans, nú síðast á vormánuðum.12 Slíkar ófyrir - séðar gengissveifl ur eru skapraun fyrir peningayfi rvöld og spágerð- arfólk víða um heim en í sumum tilfellum er það einkum tímasetning gengisbreytinganna sem er óvænt, formerki og umfang er oft minna undrunarefni. Af ofansögðu er ljóst að undirstöður peningastefnu Seðlabanka Íslands hafa að mörgu leyti styrkst verulega á undanförnum árum. Bankinn hefur lagað markmið stefnu sinnar og miðlun upplýsinga um rök fyrir aðgerðum sínum í peningamálum að því sem best þykir og nýtt ársfjórðungslíkan ætti að efl a greiningu hans á þróun og horf- um í efnahagsmálum. Í nýjustu skýrslu OECD um Ísland er einmitt vikið að því að þó að Seðlabankinn sé lítil stofnun einkennist greining, spágerð og miðlun hans af óvenju mikilli færni og fagmennsku (sjá OECD, 2006). Seðlabankinn stefnir að enn frekari efl ingu þessara stoða. Bank- inn er t.d. mjög áhugasamur um DSGE-líkön og hefur þegar hafi ð undir búning að gerð slíks líkans. Líkanasmíð er hins vegar afar tímafrek og oft er skynsamlegt að skipta henni niður í nokkra áfanga, einkum í ljósi þess að bankinn býr þegar yfi r nýju þjóðhagslíkani. Fyrsta skrefi ð er að líta yfi r landslagið og safna nýjustu þekkingu um líkön af þessu tagi. Þessari grein, auk fyrrgreindrar rannsóknarritgerðar, er ætlað að vera liður í því starfi . Næsti áfangi er gerð nýkeynesísks líkans til að nýta til spágerðar, greiningar á hagstjórnarspurningum og til saman- burðargreiningar við niðurstöður annarra líkana bankans.13 Sömuleiðis stendur yfi r vinna við að meta jafnvægisraungengi og framleiðslugetu hagkerfi sins sem leika stórt hlutverk í nýkeynesískum líkönum þar sem þau skýra sveifl ur hagkerfi sins frá jafnvægisgildum. Allir þessir þættir ættu að stuðla að traustari undirstöðum peningastefnu Seðlabankans í framtíðinni. Niðurlag Engin ládeyða umlykur starf seðlabanka. Peningahagfræðinni fl eygir fram, seðlabankar ganga í auknum mæli fram fyrir skjöldu og gera breytingar á mótun og framsetningu aðgerða sinna í takt við lærdóm fræðanna auk þess sem örar framfarir eiga sér stað í líkanagerð um allan heim. Nýkeynesíska nálgunin er í hraðri mótun og kvíslast um fl estar greinar þjóðhagfræðinnar. Aragrúi greina og rannsóknarritgerða lítur dagsins ljós í hverjum mánuði þar sem nýkeynesísku nálguninni er beitt á klassísk viðfangsefni hagfræðinnar. Seðlabankar þurfa að fylgjast vel 12. Seðlabankinn hefur lengi tekið gengisþróun inn í óvissumat verðbólguspáa. Í nýja líkaninu er gengi krónunnar spáð með blandaðri jöfnu þar sem megindrifkraftarnir eru vaxtamunur við útlönd og aðlögun raungengis að kaupmáttarjafnvægi. Grunnspá bankans tekur nú mið af þeim gengisferli (miðað við þann vaxtaferil sem byggist á væntingum markaðs- og greiningaraðila) í stað þess að ganga út frá óbreyttri gengisvísitölu frá spádegi og út spá- tímabilið. 13. Hunt (2006) og Honjo og Hunt (2006) hafa metið lítið nýkeynesískt líkan fyrir Ísland með bayesískri aðferð og verður m.a. byggt á því við gerð hins nýja jafnvægislíkans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.