Peningamál - 01.03.2007, Síða 5

Peningamál - 01.03.2007, Síða 5
I Verðbólguhorfur og peningastefnan Verðbólga minni en spáð var en mikið ójafnvægi varpar skugga á langtímahorfur Stýrivextir hækkuðu um 3,75 prósentur á sl. ári, síðast um 0,25 prósentur í desember í 14,25%. Aðhaldssöm peningastefna skilaði þeim árangri að verðbólga varð töluvert minni undanfarið liðlega hálft ár en spár Seðlabankans í júlí og nóvember höfðu bent til. Verð bólguvæntingar hafa einnig hjaðnað umtalsvert. Háir skamm- tímavextir og tiltölulega hagstæð erlend fjármálaskilyrði stuðluðu að nokkru sterkara gengi krónunnar sl. fimm mánuði en gert var ráð fyrir í síðustu spá og olíu- og bensínverð á heimsmarkaði lækkaði. Þá hafa laun hækkað minna en reiknað var með í fyrri spám. Horfur eru á að verðbólga hjaðni töluvert á næstu þremur mán- uðum, einkum sökum verulegra grunnáhrifa, þ.e.a.s. áhrifa þess að verðbólgualdan vorið 2006 hverfur úr tólf mánaða verðbólgumæl- ingum. Þeirra gætti reyndar einnig í mars, en meginástæða hjöðnunar mældrar verðbólgu þá var þó lækkun neysluskatta. Þrátt fyrir sterk grunnáhrif í mars jókst verðbólga að frátöldum áhrifum lægri neyslu- skatta í 7,7% og undirliggjandi verðbólga hefur ekki verið meiri frá árinu 2002. Eigi að síður virðist líklegt að nokkuð ört dragi úr bæði undirliggjandi og mældri verðbólgu næstu mánuði. Hversu mikið verðbólgan hjaðnar vegna grunnáhrifa á næstu mánuðum mun að miklu leyti ráðast af því hvort gengi krónunnar helst áfram sterkt. 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem fyrir lágu 27. mars 2007, en spár byggjast á upp lýsingum til 15. mars. Heimildir: Reuters EcoWin, Seðlabanki Íslands. % Mynd I-1 Stýrivextir seðlabanka Daglegar tölur 1. janúar 1998 - 22. mars 2007 0 2 4 6 8 10 12 14 16 ‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98 Ísland Bandaríkin Evrusvæðið Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1 Umfangsmikil aðlögun framundan Aðhaldssöm peningastefna hefur á undanförnu hálfu ári skilað töluverðum árangri, þótt enn sé verðbólga langt yfir markmiði og horfur á að svo verði enn um sinn, a.m.k. ef litið er framhjá tímabundnum áhrifum lækkunar neysluskatta á mælda verðbólgu. Verðbólga hefur hjaðnað nokkuð frá því að Seðlabanki Íslands birti þjóðhags- og verðbólguspá í byrjun nóvember sl. og verðbólguhorfur til skamms tíma hafa batnað. Háir stýri- vextir stuðla að hægari vexti eftirspurnar og sterkara gengi krónu og hafa þannig komið í veg fyrir að miklum launahækkunum undanfarið ár sé velt viðstöðulítið yfir í verðlag. Of snemmt er þó að fagna sigri í baráttunni við verðbólguna. Hjöðnun hennar skýrist að hluta til af ástæðum sem eru eða gætu reynst skammvinnar, t.d. skattaáhrifum, grunnáhrifum, fremur háu gengi krónu og lækkun eldsneytisverðs. Gríðarlegur viðskiptahalli á síðasta ári er ávísun á aðlögun í þjóðarbúskapnum sem gæti komið fram í þrýstingi á gengi krónunnar, einkum ef aðstæður verða óhagstæðari á erlendum fjármálamörkuðum. Þessar aðstæður munu ráða miklu um það hvenær unnt verður að hefja slökun á peningalegu aðhaldi. Verðbólguspáin sem kynnt er hér á eftir bendir til þess að stýrivextir þurfi að haldast háir þar til síðla árs, jafnvel þótt gengi krónunnar haldist nokkuð stöðugt. Óhagstæðari gengisþróun eða áframhaldandi stórframkvæmdir gætu krafist hærri stýrivaxta og enn síðbúnari slökunar aðhalds en ella. Eftirspurn mun dragast verulega saman á næstu árum gangi grunnspáin eftir. Viðskiptahallinn yrði enn mjög mikill í lok spátímans þrátt fyrir að halli á vöruviðskiptum verði nánast horfinn, sem er vísbending um að gengisþróun kunni að verða óhagstæðari en reiknað er með í spánni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.