Peningamál - 01.03.2007, Page 7

Peningamál - 01.03.2007, Page 7
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 7 því breyst verulega í tímans rás, eftir því sem nýjar upplýsingar koma í ljós. Við ákvörðun stýrivaxtaferilsins og þess óvissubils sem honum tengist er tekið tillit til fráviksdæma þar sem framvinda efnahagsmála er önnur en í grunnspánni. Óvissubil stýrivaxtaferilsins er ákveðið með hliðsjón af því skilyrði að þróun verðbólgu verði ásættanleg, a.m.k. til skamms tíma, þótt framvindan verði eins og í fráviksdæmunum. Önnur breyting á framsetningu grunnspárinnar er að hún spannar lengra tímabil en áður, en það er nauðsynlegt til þess að skýra megi forsendur stýrivaxtaferilsins til hlítar. Ákvörðun stýrivaxtaferils með þeim hætti sem nú er gert er forsenda þess að hægt sé að gera marktæka og sjálfri sér samkvæma spá til lengri tíma. Ávinningur af birtingu stýrivaxtaferils Meginávinningur þess að birta grunnspár með stýrivaxtaferli sem miðar að því að tryggja framgang verðbólgumarkmiðsins á spátímanum er þríþættur. Í fyrsta lagi ættu gæði spánna að batna þar sem allar upplýsingar sem sérfræðingar Seðlabankans búa yfir eru nýttar. Í öðru lagi ætti þessi tilhögun að koma í veg fyrir að verðbólguspár Seðlabankans verði til þess að ýta undir verðbólguvæntingar vegna þess að þær sýni verðbólgu yfir markmiði án þess að gert sé ráð fyrir að Seðlabankinn bregðist við þeim upplýsingum. Í þriðja lagi ættu væntingar einstaklinga, fyrirtækja og markaðsaðila um stýrivaxtaferil inn að verða í betra samræmi við væntingar Seðlabankans sjálfs um framvindu stýrivaxta. Það ætti að flýta fyrir miðlun stýrivaxta um vaxta rófið. Seðlabankinn hefur þó ekki enn gengið jafnlangt í gagnsæisátt og seðlabankar Nýja-Sjálands, Noregs og Svíþjóðar, sem birta væntan vaxtaferil bankastjórnar eða peningastefnunefndar. Meginkostur slíkrar tilhögunar er að áhrif Seðlabankans á væntingar markaðarins um stýrivexti yrðu enn meiri.2 Bankastjórn Seðlabankans íhugar hvort stíga skuli þetta skref síðar, og þá m.a. í ljósi reynslunnar af þeirri breytingu sem nú hefur verið gerð. Háa stýrivexti þarf til þess að verðbólgumarkmiðið náist Grunnspáin sem sýnd er á mynd I-4 og fjallað er nánar um í köflunum á eftir sýnir þann feril stýrivaxta sem sérfræðingar Seðlabankans telja að samrýmist því markmiði að verðbólga verði komin niður í u.þ.b. 2½% á spátímanum (sjá mynd I-4a).3 Til þess að ná þessu markmiði þurfa stýrivextir að haldast óbreyttir fram á síðasta fjórðung þessa árs, en taka að lækka nokkuð og með vaxandi hraða þegar kemur fram á næsta ár. Hins vegar eru taldar meiri líkur á því að hækka þurfi stýrivexti enn frekar en að hægt verði að hefja lækkun þeirra fyrr en í grunnspánni. Vegna þess að stýrivaxtaforsenda grunnspárinnar er önnur en í nóvember eru grunnspárnar þá og nú ekki samanburðarhæfar. Til þess að meta hvernig verðbólguhorfur hafa breyst frá nóvemberspánni er nær lagi að bera stýrivaxtaferilinn saman við stýrivaxtaferil sem lá 2. Um þetta er fjallað í grein Þorvarðar Tjörva Ólafssonar síðar í þessu hefti Peningamála. 3. Nánar er fjallað um það hvernig óvissubil grunnspárinnar er fengið í rammagrein IX-1.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.