Peningamál - 01.03.2007, Side 10

Peningamál - 01.03.2007, Side 10
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 10 í byggingu nýrrar verksmiðju í Helguvík. Einsýnt er að komi til þessara framkvæmda þyrfti að halda vöxtum háum töluvert lengur en gert er ráð fyrir í grunndæminu og jafnvel að hækka þá frekar (mynd I-6). Framleiðsluspenna og spenna á vinnumarkaði yrði áfram umtalsverð. Ef verðbólgumarkmiðið á að nást á spátímanum gætu stýrivextir fyrst farið að lækka um mitt næsta ár. Framkvæmdirnar og aukinn vaxta- munur sem af þeim leiðir gæti styrkt gengi krónunnar tímabundið og unnið nokkuð á móti meiri framleiðsluspennu til skamms tíma. Verðbólga gæti því lækkað nokkuð um sinn áður en framkvæmdir komast á fulla ferð en þá tæki hún að hækka á ný í átt að markmiði bankans (mynd I-7). Framkvæmdunum myndu hins vegar fylgja enn meiri viðskiptahalli og auknar líkur á þrálátum verðbólguvanda. Þessar niðurstöður ættu að vera stjórnvöldum tilefni til þess að líta vandlega til þjóðhagslegra þátta þegar ákvarðanir eru teknar um framkvæmdir. Æskilegt væri að hægja verulega á slíkum framkvæmdum miðað við þau áform sem lýst er í fráviksdæmum. Við hvaða aðstæður getur Seðlabankinn hafið vaxtalækkun? Mat Seðlabankans á líklegri stýrivaxtaþróun hefur um langt skeið vikið verulega frá mati markaðs- og greiningaraðila. Seðlabankinn hefur talið væntingar margra þeirra um hvenær hann gæti hafið lækkun stýrivaxta óraunsæjar, enda bentu spár iðulega til þess að verðbólga yrði töluvert yfir markmiði Seðlabankans yrði þessum vaxtaferli fylgt. Síðustu kannanir benda þó til þess að dregið hafi töluvert úr mun á milli þessara væntinga og mats sérfræðinga bankans (sjá mynd I-8). Því hefur stundum verið haldið fram að vegna þess að verulega hafi hægt á vexti eftirspurnar séu nægar forsendur vaxtalækk- unar fyrir hendi. Þetta er misskilningur. Í fyrsta lagi er ástæða til að árétta að Seðlabankinn hefur verðbólgumarkmið en ekki skammtíma hagvaxtar markmið, enda er hugmyndin á bakvið verðbólgumarkmið að verðlagsstöðugleiki stuðli að aukinni hagsæld til langs tíma litið. Því aðeins hefur hagvöxtur áhrif á stefnu bankans umfram það sem leiðir af sambandi hagvaxtar, framleiðsluspennu og verðbólgu, að verðbólga sé nálægt markmiði og að horfur séu á því að svo verði áfram þótt Seðlabankinn taki nokkurt tillit til hagvaxtar í ákvörðunum sínum, þ.e. að trúverðugleika verðbólgu markmiðsins sé ekki teflt í tvísýnu. Í öðru lagi er ekki sjálfgefið að dragi úr framleiðsluspennu þótt hægt hafi á hagvexti. Það veltur á því hversu hratt framleiðsla hefur vaxið umfram framleiðslugetu. Þótt dragi úr framleiðsluspennu gæti eftir sem áður dregið hægar úr henni en samrýmist verðbólgumarkmiðinu. Í þriðja lagi ráðast möguleikar Seðlabankans til slökunar að mjög miklu leyti af því hvort ytri jöfnuður þjóðarbúsins sé svo nálægt sjálfbærri stöðu að gengi krónunnar hvíli ekki eingöngu á miklum vaxtamun milli Íslands og útlanda. Meðan vinnumarkaðurinn einkennist af jafn mikilli spennu og ríkt hefur undanfarin misseri er brýnt að gengi krónunnar veikist ekki um of. Að öðrum kosti er hætt við að launaskrið aukist og leiði til þess að verðbólga verði þrálát, einkum ef traust á peningastefnuna veikist. Atvinnuleysi sem samrýmist verðstöðugleika gæti verið á bilinu 2½-3%. Lækkun vaxta gæti hafist töluvert áður en atvinnuleysi er orðið svo mikið, en stefnan í átt til jafnvægis þarf a.m.k. að vera afdráttarlaus. Mynd I-8 Stýrivextir Grunnspá og væntingar markaðs- og greiningaraðila Spátímabil 1. ársfj. 2007 - 4. ársfj. 2009 Heimild: Seðlabanki Íslands. % 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Stýrivaxtaferill markaðs- og greiningaraðila Grunnspá 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 2005 2006 2007 2008 2009 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá Mynd I-7 Verðbólga - fráviksdæmi Spátímabil 1. ársfj. 2007 - 4. ársfj. 2009 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Fráviksdæmi með gengislækkun Fráviksdæmi með stóriðjuframkvæmdum 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2005 2006 2007 2008 2009 Verðbólgumarkmið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.