Peningamál - 01.03.2007, Side 11

Peningamál - 01.03.2007, Side 11
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 11 Til þess að ráðlegt sé að hefja lækkun stýrivaxta þarf að draga hratt úr undirliggjandi verðbólgu og horfur á að verðbólgumarkmið- inu verði náð innan tiltölulega skamms tíma að verða góðar. Verð- bólguhjöðnun þarf með öðrum orðum að vera varanleg að mati Seðla bankans. Þetta þýðir að Seðlabankinn mun ekki hlaupa eftir fyrstu merkjum um verðbólguhjöðnun heldur leggja mat á undirliggj- andi verðbólguþrýsting og verðbólguhorfur. Í því sambandi er rétt að ítreka að lækkun mældrar verðbólgu vegna skattalækkunar telst ekki varanleg. Samkvæmt grunnspánni eru horfur á að verðbólgan hjaðni nokkuð ört jafnvel að skattaáhrifunum frátöldum (sjá mynd I-9), sem er forsenda þess að unnt verði að hefja lækkun stýrivaxta fyrir árslok. Varanleika verðbólguhjöðnunar verður einnig að meta í ljósi þess hvort viðskiptahallinn stefni nægilega hratt í sjálfbæra stöðu. Meðan verulegur skortur er á vinnuafli verða forsendur fyrir varanlegri hjöðn- un verðbólgu afar veikar. Seðlabankinn mun bregðast óhikað við frávikum Með stýrivaxtaspánni sem birt er í þessu hefti Peningamála hefur verið tekið mikilvægt skref í þá átt að gera framkvæmd peningastefnunnar gagnsærri og skilvirkari en hingað til. Einn helsti tilgangur þess er að auðvelda markaðsaðilum að sjá fyrir hvernig Seðlabankinn bregst við breytingum á verðbólguhorfum og haga eigin viðbrögðum í samræmi við það. Vaxtaferillinn í grunnspánni og tveimur fráviksdæmum gefur ágæta yfirsýn yfir hvernig seðlabanki sem hefur stöðugt verðlag að markmiði bregst við mismunandi efnahagslegum aðstæðum. Seðlabankinn mun halda áfram að vinna að endurbótum á fram- kvæmd og framsetningu peningastefnunnar með markmið bankans að leiðarljósi. Seðlabankinn leitar leiða til þess að auka skilvirkni peningastefnunnar Á undanförnum árum hafa af og til komið upp efasemdir um skilvirkni peningastefnunnar. Að nokkru leyti hefur þessi umræða verið ýkju- kennd, þótt ýmislegt hafi skert áhrifamátt peningastefnunnar á undan- förnum árum. Ísland er heldur ekki eina landið þar sem komið hafa upp slíkar efasemdir um virkni peningastefnunnar á dögum hnattvæð- ingar. Nýlega hefur nokkuð verið fjallað um hugsanlegar afleiðingar þess að fjármálafyrirtæki færi bókhald sitt í erlendum gjaldmiðlum í stað krónu. Hefur því verið haldið fram að slík ráðstöfun gæti jafnvel gert peningastefnuna óvirka. Það er misskilningur, eins og fjallað er um í viðauka 1. Hins vegar er mikilvægt að gildandi reglum sé fram- fylgt, hverjar sem þær eru. Hinu er ekki að leyna að ýmsir hnökrar hafa verið á virkni mark- aða sem mikilvægir eru fyrir miðlun peningastefnunnar. Henni hefur því að sumu leyti verið áfátt á undanförnum árum. Vaxtamyndun á peningamarkaði hefur t.d. ekki verið með eðlilegum hætti en það hefur birst í óhóflega miklu fráviki ávöxtunar á peningamarkaði frá stýrivöxt- um og miklum sveiflum í vöxtum á daglánamarkaði. Seðlabankinn hefur gripið til ráðstafana sem virðast þegar hafa stuðlað að virkari vaxtamyndun á þeim markaði. Verðmyndun á skuldabréfamarkaði hefur ekki síður verið áfátt, m.a. vegna lítillar skuldabréfaútgáfu ríkis- Mynd I-9 Verðbólga (án áhrifa skattalækkana) Spátímabil 1. ársfj. 2007 - 4. ársfj. 2009 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Verðbólgumarkmið Grunnspá 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2005 2006 2007 2008 2009
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.