Peningamál - 01.03.2007, Síða 13

Peningamál - 01.03.2007, Síða 13
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 13 II Ytri skilyrði og útflutningur Ytri skilyrði þjóðarbúsins eru á heildina litið mjög góð. Aflabrögð á sl. ári voru reyndar í slakara lagi, en horfur hafa batnað nokkuð á þessu ári. Þyngra vegur að verð sjávarafurða og áls er með hæsta móti og erlend fjármálaleg skilyrði enn afar hagstæð. Á hinn bóginn einkennist staða alþjóðlegra efnahagsmála sem fyrr af verulegu ójafnvægi, sem gæti haft neikvæð áhrif á framvindu efnahagsmála hér á landi þegar fram líða stundir. Vegna aukinnar álframleiðslu mun útflutningur aukast hratt í ár og á næsta ári. Hins vegar er í spánni gert ráð fyrir að álverð lækki og olíuverð hækki á næstu tveimur árum í samræmi við framvirk verð. Viðskiptakjör versna því verulega á árunum 2008 og 2009 samkvæmt spánni. Hagvöxtur á evrusvæðinu í fyrra hinn mesti frá aldamótum Í fyrra var hagvöxtur á evrusvæðinu 2,6%, sem er sá mesti frá árinu 2000. Hagvöxturinn er í vaxandi mæli knúinn áfram af innlendri eft- irspurn. Efnahagsbatinn hefur því náð að skjóta sterkari rótum en þegar hann var að miklu leyti knúinn af vexti útflutnings. Vöxtur inn- lendrar eftirspurnar skýrist meðal annars af því að atvinnuleysi hefur dregist saman. Það stóð í 8,3% í janúar árið 2006, en var komið niður í 7,5% í desember. Hækkun virðisaukaskatts í Þýskalandi virðist hafa haft minni áhrif á einkaneyslu en búist var við. Hins vegar er mögulegt að skattahækkunin hafi ekki enn skilað sér að fullu í hærra verði til neyt- enda. Almenningur á evrusvæðinu er hins vegar bjartsýnn. Vísitala sem mælir viðhorf neytenda á evrusvæðinu hefur ekki verið hærri í rúm fimm ár (sjá mynd II-2). Íbúðaverð á evrusvæðinu hækkaði að meðal tali um 7% á síðasta ári og mun meira í einstökum aðildarlönd- um. Til dæmis hækkaði húsnæðisverð í Frakklandi um 15% á árinu, eins og gerst hefur undanfarin þrjú ár. Verðbólga á evrusvæðinu var talsvert yfir 2% mestan hluta ársins 2006. Undir lok ársins lækkaði verðbólga þó talsvert í kjölfar lækkunar olíuverðs. Í febrúar mældist hún 1,9%, en það er í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabanka Evrópu. Ekki er hægt að útiloka talsverðar sveiflur í verðbólgu á þessu ári meðal annars með tilliti til fyrrnefndrar skattahækkunar í Þýskalandi og grunnáhrifa sveiflna í olíuverði. Til lengri tíma litið er útlit fyrir tals verðan undirliggjandi verðbólguþrýsting, einkum vegna launahækkana og undangenginnar hækkunar olíu- og hrávöruverðs, sem gæti átt eftir að koma fram í verði til neytenda. Lægð á húsnæðismarkaði dregur úr hagvexti í Bandaríkjunum Samkvæmt bráðabirgðatölum var hagvöxtur í Bandaríkjunum 3,3% árið 2006. Eftir mikinn vöxt á fyrsta ársfjórðungi dró talsvert úr honum það sem eftir lifði árs. Samdráttur í húsnæðisfjárfestingu var helsti dragbíturinn á hagvöxt, en undanfarna þrjá ársfjórðunga dróst íbúða- fjárfesting saman um 16% á ársgrundvelli, en það er mesti samdráttur sem mælst hefur frá árinu 1990. Vanskil hafa aukist hjá þeim hópi lántakenda sem nýtur minnsts lánstrausts (e. sub-prime mortgage borrowers). Lægðin á fasteignamarkaði hefur þó enn sem komið er ekki breiðst út til annarra geira. Atvinnuástand er gott og hagnaður Heimild: Reuters EcoWin. Mynd II-1 Alþjóðleg hagþróun 1.ársfj.1998 - 4.ársfj. 2006 Hagvöxtur á helstu viðskiptasvæðum Íslands Magnbreyting VLF frá sama ársfjórðungi fyrra árs (%) -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 200620052004200320022001200019991998 Bandaríkin Bretland Evrusvæði Japan Heimild: Reuters EcoWin. Mynd II-2 Væntingavísitölur á evrusvæði og í Bandaríkjunum Janúar 2002 - febrúar 2007 Bandaríkin (vísitölur) Bandaríkin, neytendur Bandaríkin, fyrirtæki Evrusvæðið, neytendur Evrusvæðið, fyrirtæki 40 50 60 70 80 90 100 110 120 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘0720062005200420032002 Evrusvæði (mismunur)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.