Peningamál - 01.03.2007, Qupperneq 16

Peningamál - 01.03.2007, Qupperneq 16
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 16 á hækkun en lækkun. Helstu óvissuþættir á framboðshlið tengjast meðal annars pólitískri óvissu og spennu í Miðausturlöndum, þjóðnýt- ingaráformum í Venesúela, Rússlandi, Ekvador og Bólivíu auk árása á hagsmuni olíuframleiðenda í Nígeríu. Aflabrögð slök í fyrra en horfur betri í ár Heildarafli á seinasta ári var hinn minnsti frá árinu 1992. Hér skiptir mestu að loðnuaflinn dróst saman um 410 þús. tonn, rækjuaflinn um helming og botnfiskaflinn um 1% frá fyrra ári. Aflaverðmæti á föstu verði minnkaði um 4,7% á árinu 2006. Mælt á föstu gengi jókst útflutningsverðmæti sjávarafurða um 1%, en magnið dróst saman um rúmlega 6% milli ára. Verðlag sjávarvöru í erlendri mynt hækkaði um u.þ.b. 7%. Um sl. áramót var nokkru meira óveitt af aflamarki fiskveiðiársins sem hófst hinn 1. september sl. en um áramótin 2005/06, sérstaklega í verðmætari tegundum. Gera má ráð fyrir að þessar aflaheimildir verði nýttar á vor- og sumarmánuðum. Aflamark í þorski á yfirstandandi fiskveiðiári er nokkru minna en á sl. fiskveiðiári en aflamark í öðrum tegundum botnfisks lítið breytt frá fyrra ári. Karfastofninn hefur minnkað síðustu misseri og í kjölfarið mun aflinn dragast saman á næstu árum. Horfur eru á að afli annarra botnfisktegunda en þorsks verði svipaður eða meiri á þessu ári en í fyrra. Horfur um loðnuaflann eru að jafnaði mjög óljósar, en nokkur loðna fannst í byrjun vetrarvertíðar og leyfður afli var ákveðinn 300 þús. tonn eða um 65% meiri afli en veiddist á sl. ári. Loðnuvertíðin hefur gengið vel. Verulegt magn hefur farið í matvælaframleiðslu og verð á loðnumjöli hefur ekki verið hærra um árabil. Verulegur búhnykkur er því í auknum loðnuafla. Þá er talið að síldaraflinn aukist um 25 þús. tonn á þessu ári, en verðmæti hans hefur aukist mjög und- anfarin ár vegna betri nýtingar og hærra hlutfalls matvælavinnslu. Í grunnspánni er gert ráð fyrir að útflutningur sjávarafurða auk- ist um 4% að raungildi, í stað 2% samdráttar í síðustu spá. Erfitt er að leggja mat á afla og útflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2008. Mikil óvissa er um loðnustofninn og aflinn mjög sveiflukenndur milli ára. Dökkar horfur um karfastofninn gætu leitt til þess að leyfilegur afli djúpkarfa verði minnkaður enn frekar á næsta ári. Hins vegar má gera ráð fyrir óbreyttum afla annarra botnfisktegunda. Líklegt er að leyfilegur kolmunnaafli verði minnkaður á næsta ári. Loðnuaflinn er stærsti óvissuþátturinn varðandi verðmæti heildaraflans og útflutning á næsta ári. Í spánni er reiknað með að verðmæti aflans og útflutn- ingur hans muni standa í stað á næsta ári. Verð sjávarafurða nálægt sögulegu hámarki Markaðsverð sjávarafurða tók að hækka undir árslok 2004 og hefur farið hækkandi síðan (sjá mynd II-8). Verðlag sjávarafurða (án fersk- fisks) í erlendri mynt hækkaði um 8,4% milli áranna 2004 og 2005 og meðalverðhækkunin á sl. ári nam 7,3%. Ferskur fiskur, ísaður eða kældur, hefur hækkað meira en aðrar botnfiskafurðir að jafnaði sein- ustu árin. Því má gera ráð fyrir að virk verðhækkun hafi verið nokkru meiri en hér er sýnt. Lengst af var verðhækkunin borin uppi af mikilli hækkun botnfiskafurða, sérstaklega sjófrystra afurða, sem hafa hækk- 1. Staðvirt með veginni neysluverðsvísitölu í helstu viðskiptalöndunum. Árlegar tölur 1990-2006, nýjasta gildi er fyrir janúar 2007. Heimild: Hagstofa Íslands. 1990 = 100 Mynd II-8 Verðlag sjávarafurða í erlendum gjaldmiðli1 85 90 95 100 105 110 20062002199819941990
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.