Peningamál - 01.03.2007, Side 19

Peningamál - 01.03.2007, Side 19
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 19 III Fjármálaleg skilyrði Peningastefna Seðlabankans hefur haft veruleg áhrif á ávöxtun og væntingar á markaði frá útgáfu síðasta heftis Peningamála í nóv- ember. Væntingar markaðsaðila um framvindu stýrivaxta eru í betra samræmi við yfirlýsingar Seðlabankans um að vöxtum þurfi að halda háum uns varanleg hjöðnun verðbólgu að markmiði er tryggð. Sökum breyttra væntinga hefur miðlun peningastefnunnar um óverðtryggða vaxtarófið miðað hraðar áfram, en minni eftirspurn í tengslum við krónubréfaútgáfu og nýlegar ráðstafanir Seðlabankans til að stuðla að eðlilegri vaxtamyndun á peningamarkaði hafa líklega einnig haft nokkuð að segja. Hækkun ávöxtunarkröfu verðtryggðra íbúðabréfa í kjölfar til- kynningar ríkisstjórnarinnar um lækkun óbeinna skatta hefur ekki gengið til baka nema að litlu leyti. Líklegt verður að teljast að hækk- unin sé meiri en nemur áhrifum tímabundinnar lækkunar verðbólgu á verð bréfanna. Hægt hefur á útlánaaukningu lánakerfisins undanfarna mánuði og á sama tíma hefur hlutdeild gengisbundinna útlána aukist. Skuldatryggingarálag íslensku bankanna hefur farið lækkandi frá miðju síðasta ári og fjármögnun þeirra erlendis orðið auðveldari. Hugsanlegt er að það leiði til lægra vaxtaálags á gengistryggð útlán hér á landi og ýti undir gengisbundin útlán enn frekar. Innlendur fjármálamarkaður og gengi krónunnar eru viðkvæm fyrir breytingum á erlendum fjármálalegum skilyrðum. Glöggt dæmi þess mátti sjá í febrúarlok þegar lækkun hlutabréfaverðs í Kína olli snöggum umskiptum í áhættumati fjárfesta og hafði í för með sér minni vaxtamunarviðskipti. Í kjölfarið lækkaði gengi krónunnar og hlutabréfa hér á landi tímabundið, eins og víða um heim. Minnkandi verðbólga eykur aðhald peningastefnunnar Frá útgáfu síðustu Peningamála hafa stýrivextir verið hækkaðir um 0,25 prósentur, og eru nú 14,25%. Raunstýrivextir hafa hækkað miðað við flesta mælikvarða. Miðað við liðna verðbólgu hafa þeir hækkað um 1,5 prósentur. Ef tekið er mið af nýlegri könnun á verð- bólguvæntingum fyrirtækja til tólf mánaða hafa raunstýrivextir hins vegar lækkað um u.þ.b. ½ prósentu, en hækkað álíka mikið ef miðað er við verðbólguvæntingar almennings. Raunvexti sem metnir eru út frá verðbólguálagi ríkisskuldabréfa er óvenju erfitt að túlka um þessar mundir vegna lækkunar neysluskatta sem truflað hefur markaðinn. Hækkun sem rekja mátti til þess að ávöxtunarkrafa verðtryggðra skuldabréfa snarhækkaði í aðdraganda skattalækkunarinnar hefur gengið aðeins til baka, en þó minna en gera hefði mátt ráð fyrir. Því virðist mega álykta að á mörkuðum sé þess nú vænst að raunstýrivext- ir haldist háir mun lengur en áður var talið. Líklegt er að raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu hækki næstu mánuðina, því að fyrirséð er að draga muni úr verðbólgu tímabundið í kjölfar lækkunar óbeinna skatta og vegna grunnáhrifa. Mynd III-1 Raunstýrivextir Vikulegar tölur 7. janúar 1998 - 27 . mars 2007 Raunstýrivextir m.v.: verðbólgu verðbólguálag ríkisskuldabréfa1 verðbólguálag ríkisskuldabréfa2 verðbólguvæntingar almennings verðbólguvæntingar fyrirtækja verðbólguvæntingar sérfræðinga á fjármálamarkaði 1. Verðbólguálag reiknað út frá ávöxtunarkröfu RIKB 13 0517 og RIKS 15 1001. 2. Verðbólguálag reiknað út frá ávöxtunarkröfu RIKB 13 0517 og HFF150914. Verðbólguvæntingar almennings, fyrirtækja og sérfræðinga á markaði miðast við verðbólgu eitt ár fram í tímann. Heimild: Seðlabanki Íslands. % 0 2 4 6 8 10 12 14 ‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.