Peningamál - 01.03.2007, Síða 26

Peningamál - 01.03.2007, Síða 26
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 26 áherslu á að framvinda stýrivaxta er metin út frá þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir um framvindu efnahagsmála. Um þessi gögn og túlkun þeirra ríkir mikil óvissa. Því getur stýrivaxtaferillinn af ýmsum ástæðum orðið annar í reynd. Hagvöxtur verður lítill á þessu og næsta ári samkvæmt spánni, a.m.k. samanborið við vöxt áranna 2004 og 2005. Jákvætt framlag utanríkisviðskipta, einkum vegna aukningar álútflutnings og samdráttar í innflutningi fjárfestingarvöru, heldur uppi jákvæðum hagvexti í ár og á næsta ári þrátt fyrir verulegan samdrátt þjóðarútgjalda. Hins vegar er spáð 1% samdrætti landsframleiðslu árið 2009. Það yrði í fyrsta skipti frá árinu 2002 sem landsframleiðslan dregst saman og samdrátturinn yrði hinn mesti frá árinu 1992. Verði aðlögun þjóðarbúskaparins að jafnvægi hraðari en hér er gert ráð fyrir yrði hægt að lækka vexti fyrr. Það gæti þá stutt við efnahagsbata fyrr en ella. Hægari aðlögun gæti hins vegar orðið til þess að samdráttur yrði að lokum meiri. Gengisþróunin enn stærsti óvissuþátturinn Í grunnspánni næst jafnvægi í þjóðarbúskapnum fyrir tilstilli innri aðlög- unar fremur en aðlögunar gengis. Innlend eftirspurn dregst saman uns jafnvægi kemst á milli framleiðslu og framleiðslugetu. Samdráttur þjóðarútgjalda hefur í för með sér verulegan samdrátt innflutnings. Á sama tímabili eykst útflutningur ört sökum vaxandi álframleiðslu. Halli á vöru- og þjónustujöfnuði dregst því hratt saman. Engu að síður helst viðskiptahallinn mikill til loka spátímabilsins (sjá kafla VII), en það skýrist af miklum hreinum vaxtagreiðslum til útlanda. Þrálátt mikið ytra ójafnvægi í þjóðarbúskapnum felur í sér verulega hættu á að gengisþróunin verði óhagfelldari en reiknað er með í grunnspánni. Aðlögun þjóðarbúskaparins að jafnvægi yrði þá með öðrum hætti. Þróun gengisins er því að líkindum stærsti óvissuþáttur grunnspárinnar (sjá nánar í rammagrein IX-2). Aðlögun innlendrar eftirspurnar seinni á ferðinni og hægari en í síðustu grunnspá Samkvæmt bráðabirgðatölum þjóðhagsreikninga Hagstofu Íslands sem birtar voru um miðjan mars var vöxtur þjóðarútgjalda 7,4% á síðasta ári. Það er rúmlega einni prósentu meiri vöxtur en gert var ráð fyrir í síðasta hefti Peningamála. Munurinn stafar einkum af meiri vexti fjárfestingar og samneyslu en gert var ráð fyrir í nóvemberspánni. Aðlögun innlendrar eftirspurnar að jafnvægi á því lengra í land en áður var spáð. Um leið staðfestu bráðabirgðatölur Hagstofunnar þær áhyggjur sem Seðlabankinn lýsti yfir í nóvember að vöxtur fjárfestingar yrði líklega meiri á árinu 2006 en fyrstu ársfjórðungstölur gerðu ráð fyrir. Bankinn taldi að mun meiri viðskiptahalli en spáð var gæti verið vís- bending um meiri vöxt fjárfestingar en bráðabirgðatölurnar sýndu. Í grunnspánni er gert ráð fyrir minni samdrætti þjóðarútgjalda í ár en reiknað var með í nóvember, eða um 5½%. Ástæðan er einkum minni samdráttur fjárfestingar. Vegna þess að stýrivaxtaferillinn er ákveðinn með hliðsjón af verðbólgumarkmiðinu verður samdráttur innlendrar eftirspurnar síðar á spátímabilinu hins vegar nægur til að koma á jafnvægi framleiðslu og framleiðslugetu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.