Peningamál - 01.03.2007, Page 33

Peningamál - 01.03.2007, Page 33
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 33 breytingar á áður birtum tölum fyrir hið opinbera allt frá árinu 1998. Mælist afkoma hins opinbera verri en áður á árunum 1998-2005. Mest munar 2% af landsframleiðslu árið 2002. Einna mestum tíðind- um sætir breytt mat á afkomu sveitarfélaga árið 2005, en nú er talið að rekstur þeirra hafi skilað 5½ ma.kr. afgangi í stað 4 ma.kr. halla samkvæmt fyrri tölum. Breytingin nemur 6½% af tekjum sveitarfélaga og 0,8% af landsframleiðslu. Jafnframt breytast ýmsar fjárhæðir umtalsvert. Nú er áætlað að tekjur ríkissjóðs hafi numið 362 ma.kr. árið 2005 í stað 373 ma.kr. áður. Breyting á gjaldahlið var heldur minni og afgangur á rekstri ríkissjóðs er nú áætlaður 11 ma.kr. minni árið 2005 en áður var talið eða 46 ma.kr. Minni skatttekjur ríkissjóðs og meiri útgjöld árið 2006 ... Afgangur á rekstri ríkissjóðs árið 2006 að meðtöldum almannatrygg- ingum varð rúmir 60 ma.kr. eða 5% af landsframleiðslu. Í Pen inga- málum í nóvember sl. var gert ráð fyrir 78 ma.kr. afgangi. Tæplega helming lækkunarinnar má rekja til breytts mats á útkomu ársins 2005, afganginn til minni tekna af skattlagningu fyrirtækja og af óbeinum sköttum. Einnig var í nóvember gert ráð fyrir tæplega 1% raunhækkun ríkisútgjalda en samkvæmt fyrstu tölum hækkuðu þau um rúmlega 1%. ... og verri horfur á þessu ári Horfur á rekstri ríkissjóðs eru töluvert verri á þessu ári en áætlað var í nóvember. Áætlað er að tekjuafgangur verði einni prósentu minni en þá var talið og nemi rúmlega 3% af landsframleiðslu. Gert er ráð fyrir að útgjöld hækki um 5% að raungildi í stað 4% áður. Vega til- færsluútgjöld þyngst í aukningunni, einkum lífeyrisbætur og framlög til lífeyrissjóða vegna örorkubóta. Hins vegar er áætlað að rauntekjur ríkissjóðs lækki minna en áður var talið, eða 3% í stað 6%, vegna meiri tekna af skattlagningu fyrirtækja og fjármagnstekna. Afgangur á ríkissjóði snýst í halla árið 2008 ... Á næsta ári er útlit fyrir að rekstrarafgangur ríkissjóðs snúist í halla sem nemi tæplega 1% af landsframleiðslu. Áætlað er að tekjur lækki um 7-8% að raungildi sökum minni vaxtar tekna af skattlagningu fyrirtækja og af neyslusköttum, sem skýrist af samdrætti einkaneyslu og innflutnings. Útgjöld ríkissjóðs hækka um tæp 5% að raungildi, mest vegna stóraukinnar fjárfestingar. Tafl a V-2 Fjármál ríkissjóðs 2005-20091 % af landsframleiðslu 2005 2006 2007 2008 2009 Tekjur 35,6 34,7 34,3 32,7 31,0 Gjöld 30,8 29,9 31,0 33,4 35,5 Afkoma 4,8 4,8 3,3 -0,7 -4,6 Sveifl uleiðrétt afkoma 3,5 3,5 2,8 -0,4 -3,9 Lánsfjárafgangur 8,4 -2,2 3,0 0,2 -3,4 Hreinar skuldir2 0,8 0,3 -3,9 -2,7 6,9 Heildarskuldir 18,2 26,3 21,6 22,3 27,0 1. Uppsetning þjóðhagsreikninga. 2. Með bankainnstæðum en án lífeyrisskuldbindinga. Heimildir: Hagstofa Íslands, spá Seðlabankans fyrir árin 2007-2009. Mynd V-3 Breyting á mati á sögulegri afkomu hins opinbera 1998-2005 Milli eldri og nýrri talna % af VLF Heimild: Hagstofa Íslands. -2,0 -1,5 -1,0 -0,5 0,0 0,5 1,0 20052004200320022001200019991998 Ríkissjóður Sveitarfélög Hið opinbera
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.