Peningamál - 01.03.2007, Síða 33
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
7
•
1
33
breytingar á áður birtum tölum fyrir hið opinbera allt frá árinu 1998.
Mælist afkoma hins opinbera verri en áður á árunum 1998-2005.
Mest munar 2% af landsframleiðslu árið 2002. Einna mestum tíðind-
um sætir breytt mat á afkomu sveitarfélaga árið 2005, en nú er talið
að rekstur þeirra hafi skilað 5½ ma.kr. afgangi í stað 4 ma.kr. halla
samkvæmt fyrri tölum. Breytingin nemur 6½% af tekjum sveitarfélaga
og 0,8% af landsframleiðslu. Jafnframt breytast ýmsar fjárhæðir
umtalsvert. Nú er áætlað að tekjur ríkissjóðs hafi numið 362 ma.kr.
árið 2005 í stað 373 ma.kr. áður. Breyting á gjaldahlið var heldur
minni og afgangur á rekstri ríkissjóðs er nú áætlaður 11 ma.kr. minni
árið 2005 en áður var talið eða 46 ma.kr.
Minni skatttekjur ríkissjóðs og meiri útgjöld árið 2006 ...
Afgangur á rekstri ríkissjóðs árið 2006 að meðtöldum almannatrygg-
ingum varð rúmir 60 ma.kr. eða 5% af landsframleiðslu. Í Pen inga-
málum í nóvember sl. var gert ráð fyrir 78 ma.kr. afgangi. Tæplega
helming lækkunarinnar má rekja til breytts mats á útkomu ársins
2005, afganginn til minni tekna af skattlagningu fyrirtækja og af
óbeinum sköttum. Einnig var í nóvember gert ráð fyrir tæplega 1%
raunhækkun ríkisútgjalda en samkvæmt fyrstu tölum hækkuðu þau
um rúmlega 1%.
... og verri horfur á þessu ári
Horfur á rekstri ríkissjóðs eru töluvert verri á þessu ári en áætlað var
í nóvember. Áætlað er að tekjuafgangur verði einni prósentu minni
en þá var talið og nemi rúmlega 3% af landsframleiðslu. Gert er ráð
fyrir að útgjöld hækki um 5% að raungildi í stað 4% áður. Vega til-
færsluútgjöld þyngst í aukningunni, einkum lífeyrisbætur og framlög
til lífeyrissjóða vegna örorkubóta. Hins vegar er áætlað að rauntekjur
ríkissjóðs lækki minna en áður var talið, eða 3% í stað 6%, vegna
meiri tekna af skattlagningu fyrirtækja og fjármagnstekna.
Afgangur á ríkissjóði snýst í halla árið 2008 ...
Á næsta ári er útlit fyrir að rekstrarafgangur ríkissjóðs snúist í halla
sem nemi tæplega 1% af landsframleiðslu. Áætlað er að tekjur lækki
um 7-8% að raungildi sökum minni vaxtar tekna af skattlagningu
fyrirtækja og af neyslusköttum, sem skýrist af samdrætti einkaneyslu
og innflutnings. Útgjöld ríkissjóðs hækka um tæp 5% að raungildi,
mest vegna stóraukinnar fjárfestingar.
Tafl a V-2 Fjármál ríkissjóðs 2005-20091
% af landsframleiðslu 2005 2006 2007 2008 2009
Tekjur 35,6 34,7 34,3 32,7 31,0
Gjöld 30,8 29,9 31,0 33,4 35,5
Afkoma 4,8 4,8 3,3 -0,7 -4,6
Sveifl uleiðrétt afkoma 3,5 3,5 2,8 -0,4 -3,9
Lánsfjárafgangur 8,4 -2,2 3,0 0,2 -3,4
Hreinar skuldir2 0,8 0,3 -3,9 -2,7 6,9
Heildarskuldir 18,2 26,3 21,6 22,3 27,0
1. Uppsetning þjóðhagsreikninga. 2. Með bankainnstæðum en án lífeyrisskuldbindinga.
Heimildir: Hagstofa Íslands, spá Seðlabankans fyrir árin 2007-2009.
Mynd V-3
Breyting á mati á sögulegri afkomu
hins opinbera 1998-2005
Milli eldri og nýrri talna
% af VLF
Heimild: Hagstofa Íslands.
-2,0
-1,5
-1,0
-0,5
0,0
0,5
1,0
20052004200320022001200019991998
Ríkissjóður
Sveitarfélög
Hið opinbera