Peningamál - 01.03.2007, Qupperneq 36

Peningamál - 01.03.2007, Qupperneq 36
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 36 VI Vinnumarkaður og launaþróun Ekki sjást merki um að dragi úr eftirspurn eftir vinnuafli. Eftirspurn hefur í vaxandi mæli verið mætt með innflutningi vinnuafls, enda atvinnuleysi óverulegt og hópar sem að jafnaði standa utan vinnumarkaðar ekki dugað til að anna eftirspurn. Umframeftirspurn eftir vinnuafli hefur komið fram í stigvaxandi launaskriði og voru launabreytingar á síðasta ári þær mestu frá því að farið var að reikna vísitölu launa. Hefur launakostnaður því aukist langt umfram það sem samræmist verðbólgumarkmiðinu. Enn hefur dregið úr atvinnuleysi ... Þar sem atvinnuleysi hefur verið óverulegt hefur ekki verið hægt að sækja vinnuafl í raðir atvinnulausra undanfarin misseri. Minnkaði það enn um 0,8 prósentur árið 2006 og var að meðaltali 1,3%. Er það svip- að atvinnuleysi og gert var ráð fyrir í spám bankans á síðasta ári. Fyrstu tvo mánuði ársins minnkaði atvinnuleysi að teknu tilliti til árstíðarsveiflu enn og var 1,1%. Grunnspá gerir ráð fyrir svipuðu atvinnuleysi á þessu ári og í síðustu spá, en að það aukist eftir því sem dregur úr umsvifum í hagkerfinu og verði tæp 5% í lok spátímabilsins árið 2009. ... og vinnuaflsnotkun aukist á alla mælikvarða Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands var vinnuaflsnotkun á síðasta fjórðungi ársins 2006 mun meiri en á sama fjórðungi árið áður, sama hvaða mælikvarði er notaður. Vinnustundum fjölgaði um 5,4% frá fyrra ári, en meðalfjölgun vinnustunda á árinu var 4,7%. Frá árinu 2004 hefur heildarvinnustundum fjölgað um 8,2% og starfandi fólki um 8,6%. Frá síðasta fjórðungi ársins 2005 til jafnlengdar árið 2006 hafði heildarvinnustundum fjölgað einna mest í 25-54 ára aldurshópnum. Fyrstu þrjá fjórðungana þar á undan var einna mestur vöxtur meðal þeirra sem áður stóðu utan vinnumarkaðar í yngsta og elsta aldurshópnum. Mikil aukning erlends vinnuafls á síðasta ári Nokkuð dró úr þörf fyrir mannafla vegna stóriðjuframkvæmda á seinni hluta síðasta árs. Eftirspurn eftir vinnuafli var hins vegar áfram kröftug og sem fyrr var henni að miklu leyti mætt með innflutningi vinnuafls. Þegar íslenskur vinnumarkaður var opnaður fyrir ríkisborgurum ESB-8-ríkjanna 1. maí sl. varð töluverð breyting á því hvernig erlent vinnuafl var skráð hjá opinberum aðilum. Síðan þá hafa atvinnurek- endur ekki þurft að sækja um atvinnuleyfi fyrir starfsmenn frá þessum ríkjum, en er skylt að skrá þá hjá Vinnumálastofnun. Atvinnuleyfum fækkaði því um 1 þús. milli ára. Voru þau tæp 3 þús. á árinu. Í staðinn fjölgaði nýskráðum starfsmönnum frá ESB-8-ríkjunum um 4 þús. Nýir erlendir starfsmenn skráðir hjá Vinnumálastofnun á síðasta ári voru því tæplega 7 þús. Íslendingum og Pólverjum á vinnualdri fjölgaði jafnmikið Samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofu Íslands fjölgaði erlendum ríkisborgurum á vinnualdri (16-74 ára) töluvert minna á liðnu ári 0 1 2 3 4 5 6 7 8 ‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91 Heimildir: Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Mynd VI-1 Atvinnuleysi janúar 1991 - febrúar 2007 % af mannafla Atvinnuleysi Atvinnuleysi (árstíðarleiðrétt) Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VI-2 Breytingar á vinnuafli 2003-2006 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 1. ársfj. 2004 2. ársfj. 2004 3. ársfj. 2004 4. ársfj. 2004 Breyting frá sama fjórðungi fyrra árs 1. ársfj. 2005 2. ársfj. 2005 3. ársfj. 2005 4. ársfj. 2005 1. ársfj. 2006 2. ársfj. 2006 3. ársfj. 2006 4. ársfj. 2006 Meðal- vinnutími (klst.) Heildar- vinnustundir (%) Atvinnu- leysi (prósentur) Fjöldi starfandi (%) Atvinnu- þátttaka (prósentur) Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VI-3 Vinnuaflsnotkun Framlag aldurshópa til breytingar heildarvinnustundafjölda Breyting frá fyrra ári (%) 55-74 ára 25-54 ára 16-24 ára Heildarvinnustundir -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 200620052004‘02‘00‘98‘96‘94‘92
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.