Peningamál - 01.03.2007, Side 42

Peningamál - 01.03.2007, Side 42
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 42 VII Ytri jöfnuður Ítrekað hefur verið spáð minni viðskiptahalla en reyndin hefur orðið. Á árinu 2006 var hann alls 305 ma.kr., sem er meira en fjórðungur af landsframleiðslu ársins. Hlutfallslega hefur aldrei mælst meiri halli hér á landi né í nokkru landi innan OECD. Vöru- og þjónustuviðskipti á seinni hluta ársins reyndust nokkurn veginn í samræmi við síðustu spár, en halli á jöfnuði þáttatekna var mun meiri en spáð var. Útlit er fyrir að töluvert hægar dragi úr viðskiptahallanum á næstu árum en spáð var í nóvember. Nú er gert ráð fyrir að hallinn verði enn rúmlega 11% af landsframleiðslu á árinu 2009, sem endurspeglar að miklu leyti ört vaxandi hreinar vaxtagreiðslur til útlanda. Methalli á vöruskiptajöfnuði skýrir tæpan helming viðskiptahallans Halli á vöruskiptajöfnuði nam rúmlega 148 ma.kr. á árinu 2006, sem er mesti vöruskiptahalli sem mælst hefur hér á landi. Hallinn samsvarar um 61% tekna af vöruútflutningi. Vöruskiptahalli á árinu 2005 nam 49% tekna vöruútflutnings. Hinn mikli halli á vöruviðskiptum átti sér stað þrátt fyrir að viðskiptakjör hafi batnað um 1,1% af landsframleiðslu milli ára, en útflutningur dróst saman að magni. Verðmæti vöruútflutnings jókst um rúma 25 ma.kr. miðað við fyrra ár, eða 11,7%, á föstu gengi. Að undanskildu útflutningsverðmæti skipa og flugvéla (sem jókst um 49% milli ára á föstu gengi) jókst verðmæti álútflutnings mest, eða um tæplega 42% á föstu gengi. Meginhluti verðmætaaukningarinnar stafaði af hækkun álverðs, en magnvöxtur nam 6,5%. Álútflutningur nam 23,5% heildarverðmætis vöruútflutnings í fyrra, samanborið við 18,5% árið 2005. Verðlag útfluttra sjávarafurða hækkaði einnig mikið. Verðmætið jókst um 1% á föstu gengi, þrátt fyrir 6,3% magns- amdrátt. Verðmæti vöruinnflutnings jókst talsvert meira en verðmæti vöruútflutnings reiknað á föstu gengi, eða alls um rúmlega 68 ma.kr. milli ára eða sem nemur 21%. Rúmlega helmingur þessarar aukningar er tilkominn vegna meiri innflutnings fjárfestingar- og rekstrarvara. Verðmæti innflutnings á hrá- og rekstrarvörum jókst um rúman fjórð- ung milli ára og verðmæti innfluttrar fjárfestingarvöru um 28% á föstu gengi. Innflutningur eldsneytis dróst lítillega saman milli ára, sem skýrist einna helst af minni eldsneytisnotkun skipaflotans. Hækkun olíuverðs olli hins vegar því að verðmæti innflutts eldsneytis jókst um tæp 15% á föstu gengi. Talsvert dró úr innflutningi bifreiða á árinu í heild, en mikill vöxtur var á fyrri hluta ársins sem tók að hjaðna eftir að gengi krónunnar lækkaði skarpt í febrúar og mars. Svipuð þróun var á inn- flutningi varanlegrar og hálfvaranlegrar neysluvöru. Mikill vöxtur var í byrjun árs en úr honum dró þegar líða tók á árið. Halli á þjónustuviðskiptum jókst einnig Halli þjónustuviðskipta við útlönd var um 54 ma.kr. á síðasta ári og skýrir u.þ.b. 18% viðskiptahallans. Stærsti tekjuliðurinn í þjónustuút- flutningi hefur um árabil verið útgjöld erlendra ferðamanna á Íslandi Mynd VII-1 Undirþættir viðskiptajafnaðar1 1. ársfj. 1999 - 4. ársfj. 2006 Ma.kr. 1. Rekstrarframlög talin með þáttatekjum. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -100 -90 -80 -70 -60 -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 20062005200420032002200120001999 Vöruskiptajöfnuður Þjónustujöfnuður Þáttatekjujöfnuður Mynd VII-2 Viðskiptajöfnuður OECD-ríkja 20051 % af VLF 1. Tölur fyrir Ísland einnig fyrir árið 2006. Heimildir: OECD, Reuters EcoWin. -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 N or eg ur Sv is s Lú xe m bo rg H ol la nd Sv íþ jó ð Þý sk al an d Ja pa n D an m ör k Fi nn la nd K an ad a Su ðu r- K ór ea Be lg ía A us tu rr ík i Ev ru sv æ ði ð M ex ík ó Pó lla nd Ít al ía Ír la nd Fr ak kl an d Té kk la nd Br et la nd Á st ra lía Ty rk la nd Ba nd ar ík in U ng ve rja la nd Sp án n G rik kl an d N ýj a- Sj ál an d Sl óv ak ía Po rt úg al Ís la nd ( 20 05 ) Ís la nd ( 20 06 )
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.