Peningamál - 01.03.2007, Síða 43

Peningamál - 01.03.2007, Síða 43
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 43 og svo var einnig á liðnu ári. Tekjurnar jukust lítillega en útgjöld Íslendinga á erlendri grundu mun meira. Samgöngur skiluðu hins vegar jákvæðu framlagi til viðskiptajafnaðar þrátt fyrir að tekjur vegna samgangna hafi dregist verulega saman milli ára. Litlar líkur eru taldar á því að dragi úr ferðagleði Íslendinga á þessu ári, en á móti kemur að einnig er búist við fjölgun erlendra ferðamanna hingað til landsins. Halli á jöfnuði þáttatekna meira en tvöfaldaðist á milli ára Jöfnuður þáttatekna var neikvæður um næstum 102 ma.kr. á síðasta ári og nam u.þ.b. þriðjungi viðskiptahallans.1 Jöfnuður þáttatekna lýsir flæði launa-, vaxta- og arðgreiðslna til og frá landinu. Auk þess flokk ast svokallaður endurfjárfestur hagnaður, þ.e. hagnaður af fyrir- tækjum í eigu Íslendinga erlendis að frádregnum hagnaði af fyrirtækj- um í eigu útlendinga hér á landi, undir þáttatekjujöfnuð. Stærstur hluti hallans voru hins vegar hreinar vaxtagreiðslur, sem voru neikvæðar um 89 ma.kr. en hrein ávöxtun hlutafjár sem tekur einnig tillit til endurfjár- fests hagnaðar var neikvæð um 15 ma.kr. Hrein erlend staða þjóðarbúsins er mjög neikvæð Hrein erlend staða þjóðarbúsins hélt áfram að versna í fyrra, enda gríðar legur viðskiptahalli á árinu. Fleira en fjármögnun hallans hefur þó áhrif á hreina stöðu þjóðarbúsins. Til skamms tíma er staðan nokkuð næm fyrir gengisbreytingum. Hrein staða var því t.d. enn verri þegar gengi krónunnar var lægra um miðbik sl. árs. Á móti kemur að gengis- breytingar erlendrar hlutafjáreignar hafa jákvæð áhrif á stöðuna. Alls námu erlendar skuldir 5.855 ma.kr. í árslok, en erlendar eignir alls 4.500 ma.kr. Hrein staða var því neikvæð um 1.355 ma.kr. Erlendar skuldir Íslendinga jukust um rúmlega 1.045 ma.kr. á síðasta fjórðungi liðins árs eða sem nemur u.þ.b. allri vergri landsframleiðslu ársins. Sé einungis litið til hreinnar erlendrar skuldastöðu,2 þ.e.a.s. hreina stöðu án áhættufjármagns, er staðan neikvæð um 2.350 ma.kr. eða sem nemur rúmlega tvöfaldri landsframleiðslu. Mynd VII-4 sýnir hreinnar erlenda stöðu og hreina skuldastöðu Íslands undanfarin tvö ár í samanburði við stöðuna í nokkrum helstu OECD-ríkjum í lok árs 2005.3 Af samanburðinum sést að Ísland er í sérflokki. Hugsanlegt er þó að töluverðrar skekkju gæti í gögnum um eignir og skuldir þjóð- arbúsins. Áreiðanleiki þessarar tölfræði, hvort heldur á Íslandi eða meðal annarra þjóða, hefur verið töluvert til umræðu, m.a. vegna þess að misræmi virðist stundum á milli tekju- og gjaldaflæðis og eigna og skulda. Þetta misræmi á sér þó oftast eðlilegar skýringar þar sem ávöxtun einstakra liða í eigna- og skuldastofnum getur verið mjög mismunandi innbyrðis og eins milli tímabila. Vegna þess að bæði eigna- og skuldastofnar eru mjög stórir í tilviki Íslands, geta skekkj- urnar orðið miklar miðað við landsframleiðslu. 1. Sjá nánar í rammagrein VII-1. Einnig er áætlað að birta ítarlega umfjöllun um þátta- tekjujöfnuð og þróun hreinnar erlendrar stöðu þjóðarbúsins eftir þá Daníel Svavarsson og Pétur Ö. Sigurðsson í næsta hefti Peningamála. 2. Hrein erlend skuldastaða tekur ekki tillit til beinnar fjárfestingar og fjárfestingar í hlutafé en slík fjárfesting er skilgreind sem áhættufjárfesting. 3. Sambærilegar tölur eru ekki til fyrir árið 2006. Ma.kr Mynd VII-3 Hreinar vaxta- og arðgreiðslur og erlend staða þjóðarbúsins Ársfjórðungstölur 1. ársfj. 2000 - 4. ársfj. 2006 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Hreinar vaxta- og arðgreiðslur (v. ás) Erlend staða þjóðarbúsins (h. ás) 10 0 -10 -20 -30 -40 -50 -300 -500 -700 -900 -1.100 -1.300 -1.500 2006200520042003200220012000 Ma.kr Mynd VII-4 Hrein erlend staða og hrein erlend skulda- staða nokkurra þróaðra ríkja í árslok 20051 % af VLF 1. Tölur fyrir Ísland einnig fyrir árið 2006. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, heimasíður erlendra seðlabanka og hagstofa, Seðlabanki Íslands. -220 -200 -180 -160 -140 -120 -100 -80 -60 -40 -20 0 20 40 60 80 100 120 Hrein erlend staða Hrein erlend skuldastaða Ís la nd ( 20 06 ) Ís la nd ( 20 05 ) G rik kl an d N ýj a- Sj ál an d Po rt úg al Á st ra lía Sp án n Ír la nd Sv íþ jó ð Ba nd ar ík in A us tu rr ík i Br et la nd Fi nn la nd Ev ru sv æ ði ð K an ad a Ít al ía Fr ak kl an d Þý sk al an d Be lg ía Ja pa n N or eg ur Sv is s
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.