Peningamál - 01.03.2007, Qupperneq 44

Peningamál - 01.03.2007, Qupperneq 44
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 44 Lítil von á sjálfbærum viðskiptahalla innan þriggja ára Samfelldur halli hefur verið á viðskiptajöfnuði frá upphafi ársins 2003. Þrátt fyrir að engin algild skilgreining á hugtakinu sjálfbær viðskiptahalli sé til innan hagfræðinnar má telja öruggt að jafnmikill viðskiptahalli og verið hefur undanfarin ár fái ekki staðist til lengdar. Spurningunni hversu mikill halli geti viðgengist til frambúðar er ekki auðsvarað. Samkvæmt þröngri skilgreiningu mætti telja halla sjálfbær- an ef hann leiðir ekki til takmarkalausrar skuldasöfnunar. Sú skilgrein- ing kann þó að vera ófullnægjandi ef skuldir staðnæmast við jafnvægi sem gerir þjóðarbúskapinn óhóflega næman fyrir breytingum í ytri skilyrðum, t.d. erlendum vöxtum. Því gæti verið gagnlegt að skilgreina halla sjálfbæran ef hann getur hjaðnað án þess að komi til samdráttar í efnahagslífinu. Þrátt fyrir að núverandi halli sé að nokkru leyti tilkominn vegna fjárfestingar í þeim greinum atvinnulífsins sem vænta má að skili tals- vert auknum útflutningstekjum á komandi árum er ekki þar með sagt að aðlögun að sjálfbærum jöfnuði geti orðið án verulegs samdráttar innlendrar eftirspurnar. Að vissu leyti mun aðlögun vöruskiptahall- ans þó hefjast sjálfkrafa á þessu ári, ef ekki koma til nýjar stórfram- kvæmdir. Vegna þess að viðskiptahallinn á síðasta ári reyndist mun meiri en spáð hafði verið mun taka talsvert lengri tíma að draga svo úr hall- anum að hann geti talist sjálfbær en áætlað var í grunnspánni í síð- asta hefti Peningamála, þrátt fyrir mun strangara peningalegt aðhald. Viðskiptahallinn dregst reyndar mikið saman á þessu ári og spáð er að hann verði kominn niður í 13½% af vergri landsframleiðslu á fjórða ársfjórðungi. Eftir það vinna neikvæð þróun viðskiptakjara og miklar skuldir og vaxtagreiðslur af þeim gegn hjöðnun hallans, þótt hratt dragi úr halla á vöru- og þjónustuviðskiptum. Spáð er að vöru- og þjónustuviðskipti verði nálægt jafnvægi árið 2010, þ.e.a.s. hallinn nemi innan við 1% af landsframleiðslu. Eftir stendur þá halli á jöfnuði þáttatekna sem nemur um 8% af vergri landsframleiðslu. Til þess að viðskiptahallinn verði sjálfbær í þeim skilningi að skuldasöfnun stöðvist þarf hins vegar að myndast álitlegur afgangur á vöru- og þjónustu- viðskiptum. Þetta eru alvarleg skilaboð um að þörf sé á langvarandi aðhaldi í efnahagsmálum á næstu árum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.