Peningamál - 01.03.2007, Page 48

Peningamál - 01.03.2007, Page 48
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 48 Hægir á hjöðnun húsnæðisverðbólgu Dregið hafði jafnt og þétt úr húsnæðisverðbólgu við útgáfu síðustu Peningamála í byrjun nóvember sl. Horfur voru á að fasteignamark- aðurinn tæki að kólna, enda skilyrði til fjármögnunar húsnæðiskaupa orðin töluvert lakari en árið áður. Í lok árs 2006 hafði verðhækkun íbúðarhúsnæðis ekki haldið í við almenna verðlagshækkun á árinu. Raunverð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hafði þá lækkað um 2% frá ársbyrjun.1 Í janúar sl. nam árshækkun húsnæðisþáttarins tæpum 10% og hafði ekki mælst minni síðan í desember árið 2004.2 Frá áramótum virðist húsnæðisverðbólga hins vegar hafa tekið við sér á ný og aukið líf færst í fasteignamarkaðinn. Framlag húsnæðiskostn- aðar til mældrar verðbólgu er enn mjög hátt og má rekja um helming hækkunar vísitölu neysluverðs á síðustu tólf mánuðum til hækkunar húsnæðisliðarins. Í marsbyrjun nam tólf mánaða húsnæðisverðbólga 11,4%. Kostnaður vegna eigin húsnæðis hafði þá hækkað um rúmlega 3% frá áramótum og áhrif til hækkunar vísitölu neysluverðs numið 0,5 prósentum. Þar af voru áhrif hækkunar markaðsverðs 0,4 prósent og raunvaxta 0,1 prósent. Áhrif vaxtabreytinga til hækkunar vísitölunnar hafa frá árslokum 2005 numið tæpri prósentu.3 Frá síðustu útgáfu Peningamála hafa hærri vextir haft örlitlu meiri áhrif til hækkunar húsnæðisþáttarins en hækkun markaðsverðs, enda lækkaði húsnæð- isverð í árslok 2006. Áhrif hærri raunvaxta munu hins vegar að öðru óbreyttu byrja að fjara út á næstu mánuðum þegar vaxtahækk- anir hjá viðskiptabönkum og Íbúðalánasjóði fyrir ári hverfa úr mældri verðbólgu. Greidd húsaleiga hefur hækkað um 2½% frá áramótum. Í marsbyrjun var árshækkun greiddrar húsaleigu jafnmikil og kostnaðar vegna eigin húsnæðis. Húsaleiga hefur því haldið í við hið síðarnefnda á síðustu tólf mánuðum. Líklegt er að uppsveiflan á fasteignamarkaði nýlega verði tímabundin, því að verðlag er hátt og framboð íbúðarhúsnæðis ört vaxandi. Nýleg hækkun Íbúðalánasjóðs á lánshlutföllum og hámarks- fjárhæð lána og viðbrögð viðskiptabankanna við þeim er þó til þess fallin að fresta aðlöguninni með aukinni samkeppni lánafyrirtækja og kaupmætti á fasteignamarkaði. Slíkar aðgerðir hafa einnig töluverð áhrif á væntingar neytenda sem eru nú þegar í hámarki. Hagstæð gengisþróun hefur ekki komið í veg fyrir verðhækkun inn- fluttrar vöru Gengi krónunnar hefur verið nokkuð stöðugt frá því í byrjun nóv- ember. Hagstæð gengisþróun hefur dregið lítið eitt úr undirliggjandi verðbólguþrýstingi en vegna mikillar innlendrar eftirspurnar, áhrifa launahækkana og e.t.v. hækkunar hráefnaverðs hefur verð innfluttr- ar vöru, að frátöldu bensíni, hækkað töluvert á síðustu mánuðum. Í febrúar, áður en lækkun óbeinna skatta kom til framkvæmda, nam tólf 1. Miðað við þriggja mánaða hreyfanlegt meðaltal. 2. Húsnæðisliður vísitölu neysluverðs inniheldur reiknaða og greidda húsaleigu ásamt viðhaldskostnaði vegna húsnæðis. 3. Sjá umfjöllun um áhrif vaxtabreytinga á vísitölu neysluverðs á bls. 40 í Peningamálum 2006/3. 0 5 10 15 20 ‘0720062005200420032002 12 mánaða breyting vísitölu (%) Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VIII-4 Verðlagsþróun: húsnæði og þjónusta janúar 2002 - mars 2007 Húsnæði Þjónusta á almennum markaði Opinber þjónusta 80 90 100 110 120 130 140 Gengisvísitala fyrir vöruinnflutning Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks Nýjar bifreiðar og varahlutir Dagvara ‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97 Mars 1997 = 100 Mynd VIII-5 Innflutningsgengi og verðlag innfluttrar vöru mars 1997 - mars 2007 Heimild: Hagstofa Íslands. 80 100 120 140 160 180 200 220 240 260 280 300 ‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘09‘98 Greidd húsaleiga Reiknuð húsaleiga 1992 = 100 Mynd VIII-3 Greidd og reiknuð húsaleiga janúar 1998 - mars 2007 Heimild: Hagstofa Íslands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.