Peningamál - 01.03.2007, Síða 49

Peningamál - 01.03.2007, Síða 49
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 49 mánaða verðhækkun innfluttrar mat- og drykkjarvöru rúmlega 10%, sem er óbreytt staða frá því í október sl. Fyrir ári hækkaði verð nýrra bifreiða hratt í kjölfar gengislækk- unar krónunnar. Að undanförnu hefur verð þeirra hækkað áfram þrátt fyrir tiltölulega stöðugt gengi. Tólf mánaða verðhækkun nýrra bifreiða nam tæpum 13% í mars og hafði verðið þá hækkað um ½% að meðaltali milli mánaða frá sl. hausti. Líklegt er að verðhækkun frá framleiðendum vegna hærra hráefnaverðs skýri þessa hækkun að ein- hverju leyti. Verðlækkun bensíns að undanförnu hefur dregið verulega úr verðbólgu. Í mars hafði bensínverð hækkað um rúmlega 2½% á tólf mánuðum. Áhrif mikilla verðhækkana bensíns fyrir ári hverfa úr mældri verðbólgu á næstu mánuðum og mun ársbreyting bensínverðs þá mælast neikvæð. Lækkun óbeinna skatta skilar sér út í vöruverð Í mars var virðisaukaskattur á matvöru, veitingum og ýmissi annarri vöru og þjónustu lækkaður úr 14/24,5% í 7%. Vörugjöld af allri mat- vöru að undanskildu sælgæti og sykri voru afnumin. Verð á mat- og drykkjarvöru lækkaði um 7½% í mars og skilaði lækkun virðisauka- skatts sér í vöruverði nánast að fullu. Hins vegar hefur hún ekki enn skilað sér að fullu til lækkunar á verði veitinga. Verð innlendrar vöru án búvöru og grænmetis hefur lækkað um rúmlega ½% á síðustu tólf mánuðum. Breytingar vörugjalda verða nokkru lengur að skila sér út í vöruverð vegna birgða hjá framleiðendum og innflytjendum. Ekkert lát á hækkun þjónustuverðbólgu Verðlag almennrar þjónustu hefur haldið áfram að hækka frá útgáfu Peningamála í nóvember. Í febrúar nam tólf mánaða verðhækkun almennrar þjónustu rúmlega 6% og hafði ekki mælst hærri síðan sumarið 2002. Í mars lækkaði verð almennrar þjónustu hins vegar um rúmlega ½% enda gætir þar áhrifa lækkunar virðisaukaskatts m.a. á veitingum, gistingu og veggjöldum. Framlag þjónustuverðbólgu til mældrar verðbólgu er nokkuð hátt og má nú rekja rúmlega eina pró- sentu af hækkun vísitölu neysluverðs á síðustu tólf mánuðum til hækk- unar verðlags þjónustu einkaaðila. Þjónustuverðlag hækkaði töluvert í ársbyrjun í takt við launahækkanir, en vísitala fyrir laun á almennum markaði hækkaði um 3½% í janúar. Þótt þjónustuverðbólga hafi ekki fylgt launahækkunum algerlega eftir að undanförnu er líklegt að hún eigi enn eftir að aukast í ljósi þróunar innlendrar eftirspurnar og kostn- aðartilefna.4 Hins vegar er hugsanlegt að áhrif erlends vinnuafls komi í veg fyrir að þjónustuverðbólga verði eins mikil og launahækkanir gefa tilefni til (sjá rammagrein VI-1). Verðlag opinberrar þjónustu hækkaði umtalsvert í janúar þegar ýmsar opinberar verðhækkanir bundnar við áramót komu til fram- kvæmda. Í mars lækkaði verð opinberrar þjónustu um tæplega 1% og gætir þar áhrifa lækkunar virðisaukaskatts á afnotagjöldum, rafmagni og hita. Tólf mánaða hækkun nam rúmlega 3%. 4. Sjá umfjöllun um þjónustuverðbólgu, gengi og launakostnað á bls. 44 í Peningamálum 2006/3. -10 -5 0 5 10 15 ‘07200620052004200320022001 Mynd VIII-6 Vöruverð janúar 2001 - mars 2007 Heimild: Hagstofa Íslands. 12 mánaða breyting vísitölu (%) Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks Innlendar vörur án búvöru og grænmetis Dagvara Mynd VIII-7 Nokkrir undirliðir vísitölu neysluverðs júní 2004 - mars 2007 Áhrif á þróun vísitölu neysluverðs sl. 12 mánuði % -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2007200620052004 Húsnæði Opinber þjónusta Almenn þjónusta Innlendar vörur án búvöru og grænmetis Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks Vísitala neysluverðs Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VIII-8 Umfang verðhækkana vísitölu neysluverðs janúar 2001 - mars 2007 12 mánaða breyting vísitölu (%) 1. Notað er 3 mánaða miðsett meðaltal. Heimild: Hagstofa Íslands. Hlutfall vöruflokka sem hækka í verði (v. ás)1 Vísitala neysluverðs (h. ás) 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 ‘07200620052004200320022001 %
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.