Peningamál - 01.03.2007, Síða 54

Peningamál - 01.03.2007, Síða 54
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 54 Horfur á sterkara gengi krónunnar en í síðustu spá Gengi krónunnar lækkaði nokkuð í desember sl. en sú veiking hefur geng- ið til baka það sem af er þessu ári. Krónan hefur því að meðaltali verið heldur sterkari en gert var ráð fyrir í síðustu Peningamálum (sjá mynd IX-3). Í grunnspánni er reiknað með að gengi krónunnar haldist tiltölulega sterkt á spátímanum, en lækki heldur þegar líða tekur á árið 2008. Vöxtur launakostnaðar á framleidda einingu áfram hraður en hægari en spáð var í nóvember Eins og fjallað er um í kafla VI, hefur launakostnaður á framleidda einingu hækkað verulega á undanförnum misserum og langt umfram það sem getur samræmst verðbólgumarkmiðinu. Mikil spenna á vinnumarkaði mun valda því að áfram eru horfur á töluverðum vexti launakostnaðar fram á árið 2009. Vöxtur launakostnaðar á þessu ári er hins vegar heldur minni en spáð var í nóvember (sjá mynd IX-4). Vegna endurskoðaðs mats á framleiðnivexti er vöxtur launa- kostnaðar á framleidda einingu nú talinn hafa verið heldur meiri á árunum 2005 til 2006 en talið var í nóvember. Það á einnig við um næsta ár en vegna endurmats á vexti vinnuafls er framleiðnivöxturinn nokkru minni en spáð var í nóvember. Framleiðsluspenna á þessu ári minni en spáð var í nóvember Eins og fram kemur í kafla IV benda nýjar tölur Hagstofu Íslands til þess að hagvöxtur á síðustu tveimur árum hafi verið heldur minni en áður var talið. Framleiðsluspenna við lok síðasta árs er eigi að síður metin álíka mikil og í nóvember og nokkru minni í ár en í fráviksspá með peningastefnu- viðbrögðum sem birtist í nóvember (mynd IX-5). Hjöðnun spennunnar verður hins vegar töluvert hægari á næsta ári, enda er nú talið að minni samdrátt í þjóðarbúskapnum þurfi til þess að ná verðbólgumarkmiðinu. Horfur eru á að framleiðsluslaki myndist ekki fyrr en snemma árs 2009. Undirliggjandi verðbólga lækkar hægar en mæld verðbólga Út frá mati Hagstofu Íslands er reiknað með að lækkun óbeinna skatta leiði til u.þ.b. 1,9% lækkunar vísitölu neysluverðs. Áhrifin komu að mestu leyti fram í verðmælingunni í mars en reiknað er með nokkrum áhrifum í apríl einnig. Hröð lækkun verðbólgunnar á næstu mánuðum stafar að miklu leyti af áhrifum skattalækkunarinnar, auk umtals- verðra grunnáhrifa. Áhrif skattabreytinga eru tímabundin og lítil undir- liggjandi verðbólgu. Að öðru óbreyttu verður verðbólga aðeins meiri seinni hluta spátímans vegna þess að skattalækkunin eykur kaupmátt ráðstöfunartekna og dregur að öðru óbreyttu úr aðhaldsstigi opin- berra fjármála. Í grunnspánni vegur aðhaldssamari peningastefna en ella hins vegar upp þessi áhrif. Eins og mynd IX-6 sýnir eru horfur á að undirliggjandi verðbólga, þ.e.a.s. að skattaáhrifum frátöldum, fari einnig minnkandi á næst- unni. Hins vegar dregur mun hægar úr henni en mældri verðbólgu. Undirliggjandi verðbólga verður allt að tveimur prósentum hærri en mæld verðbólga frá öðrum fjórðungi þessa árs og fram á fyrsta fjórð- ung næsta árs en þá hverfa grunnáhrif skattalækkananna að mestu leyti. Verðbólguhorfur eru því orðnar mjög svipaðar undir lok spátíma- bilsins, hvort sem horft er til mældrar eða undirliggjandi verðbólgu. Mynd IX-4 Launakostnaður á framleidda einingu - samanburður við PM 2006/3 % Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. PM 2007/1 PM 2006/3 (fráviksspá með peningastefnu- viðbrögðum) 0 2 4 6 8 10 12 20092008200720062005 Mynd IX-5 Framleiðsluspenna - samanburður við PM 2006/3 % af framleiðslugetu Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. PM 2007/1 PM 2006/3 (fráviksspá með peningastefnu- viðbrögðum) -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 20092008200720062005 Mynd IX-6 Verðbólga með og án áhrifa óbeinna skatta % Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Grunnspá Grunnspá án áhrifa lækkunar óbeinna skatta Verðbólgumarkmið 1 2 3 4 5 6 7 8 9 20092008200720062005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.