Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 56

Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 56
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 56 Rammagrein IX-1 Útreikningur á óvissubilum grunnspár Töluverð óvissa er um spár fyrir helstu þjóðhagsstærðir. Þess vegna eru lykilstærðir í þjóðhags- og verðbólguspám oft birtar með óvissu- bili. Hingað til hefur einungis verðbólguspá Seðlabankans verið birt með slíku óvissubili, en í þessu hefti Peningamála eru spár um stýri- vexti, framleiðsluspennu og gengi einnig birtar með óvissubili sem sjá má á myndum IX-7 til IX-11. Byrjað er að meta óvissu í spám um þróun helstu ákvörð- unarstærða verðbólgunnar, þ.á m. gengi krónunnar og framleiðslu- spennu. Lagt er mat á stærð óvissunnar og líkur á hvort hún sé meiri upp á við eða niður á við. Út frá því fæst mat á spáóvissu verðbólg- unnar og líkindadreifi ngu hennar.1 Að lokum er lagt mat á líkinda- dreifi ngu stýrivaxtaferils grunnspárinnar sem byggist á líkindadreif- ingu verðbólguspárinnar. Við mat á líkindadreifi ngu þessara fjögurra stærða er í öllum til- vikum gert ráð fyrir að spáskekkjur séu normaldreifðar, en til að gefa kost á ósamhverfri líkindadreifi ngu er byggt á samsettri normaldreif- ingu fyrir hvern ársfjórðung.2 Ef líkindadreifi ng er ósamhverf geta verið meira en 50% líkur á að útkoman verði fyrir ofan eða neðan hátopp dreifi ngarinnar, þ.e. líkindadreifi ngin getur verið skekkt upp á við eða niður á við. Þegar líkindadreifi ng er samhverf, eins og t.d. venjuleg normaldreifi ng, eru jafnar líkur á að útkoma verði fyrir ofan hátopp dreifi ngarinnar og fyrir neðan hann. Skekkja (e. skew) dreif- ingar hvers þáttar er ekki metin út frá sögulegum gögnum heldur byggð á mati sérfræðinga bankans. Sögulegar spáskekkjur í spám Seðlabankans um fram leiðslu- spennu liggja til grundvallar mati á óvissu í spám um framleiðslu- spennu.3 Gengi krónunnar hefur ekki verið spáð af bankanum nema um skamma hríð. Því verða líkur á spáskekkjum ekki metnar með vissu. Mat á spáóvissu gengis krónunnar byggist á staðalfrávikum gengisbreytinga til 1-3 ára.4 Líkindadreifi ng verðbólgu spárinnar er síðan vegin saman af líkindadreifi ngum undirliggjandi áhrifaþátta. Staðalfrávik og skekkja þessara þátta endurspeglast því í verð- bólguspánni. Óvissan í stýrivaxtaferlinum þarf að endurspegla óvissuna í verðbólguspá bankans. Þannig ræður lögun líkindadreifi ngar verð- bólguspárinnar skekkjunni í stýrivaxtaferlinum. Ef t.d. líkindadreifi ng verðbólguspárinnar er skekkt upp á við (taldar eru meiri líkur á að verðbólga verði meiri en í grunnspánni en að hún verði minni) verð- ur líkindadreifi ng stýrivaxtanna einnig skekkt upp á við (líklegra er að stýrivextir verði hærri en í grunnspánni en að þeir verði lægri). Hins vegar er ekki jafn augljóst hvernig meta skuli staðalfrávik dreifi ngar stýrivaxtaferilsins. Eðlilegt væri að miða við sögulegar spáskekkjur, en grunnspár bankans með breytilegum vöxtum hafa fram að þessu verið byggðar á vöxtum markaðs- og greiningaraðila.5 Á mynd 1 má sjá hvernig spár þessara aðila um stýrivexti hafa þróast frá því að Seðlabankinn fór að birta þær. Spáskekkjurnar eru mjög miklar. Tímabilið getur þó vart gefi ð rétta mynd af framtíðarspáskekkjum í 1. Óvissumati verðbólguspárinnar er lýst ítarlega í viðauka 3 í Peningamálum 2005/1, bls. 59-62. 2. Sjá nánar í viðauka 3 í Peningamálum 2005/1, bls. 59-62. 3. Hafa verður í huga við mat á spáskekkjum um framleiðsluspennu að söguleg gögn um þróun hagvaxtar og framleiðsluspennu eru oft endurskoðuð en það hefur einnig áhrif á spár fram í tímann. 4. Stærðargráða staðalfrávika gengisbreytinga eru reyndar yfirleitt mjög svipaðar spá- skekkjum um gengi þar sem erfitt reynist að spá gengi gjaldmiðla. 5. Seðlabankinn hefur birt fráviksspár með eigin stýrivaxtaferli frá Peningamálum 2004/4. Grunnspá bankans hefur hins vegar hingað til byggst á óbreyttum stýrivöxtum frá spádegi eða væntingum markaðs- og greiningaraðila sem fengnar eru sem meðaltal fólginna framvirkra vaxta og spáa fjögurra innlendra greinenda. % Mynd 1 Stýrivextir og væntingar markaðsaðila í Peningamálum 2004/4-2006/31 Stýrivextir Væntingar markaðsaðila 1. Fram að Peningamálum 2005/3 eru væntingar markaðsaðila eingöngu lesnar út úr fólgnum framvirkum vöxtum en eftir það er einnig stuðst við svör greiningaraðila um þróun stýrivaxta. Heimild: Seðlabanki Íslands. 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 20062005 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.