Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 58

Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 58
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 58 Efnahagsframvindan verður aldrei nákvæmlega eins og gert er ráð fyrir í grunnspá og oft eru frávikin stór. Því er gagnlegt að meta hversu næmar niðurstöðurnar eru fyrir frávikum sem gætu orðið í þróun ýmissa lykil stærða efnahagslífsins. Möguleg frávik frá grunnspá eru vitanlega óteljandi en reynt er að meta hverjir helstu áhættuþættirnir eru hverju sinni. Fráviksdæmi gegna mikil vægu hlutverki við mat á helstu óvissuþáttum grunnspárinnar. Peningalegt aðhald þarf að aukast lækki gengi krónunnar meira en í grunnspánni Eins og fjallað er um í megintextanum hefur viðskiptahallinn aldrei mælst eins mikill og nú og eru horfur á að mun hægar muni draga úr hallanum en gert var ráð fyrir í fyrri spám, þótt halli á vöru- og þjónustuviðskiptum muni hverfa þegar líður á spátímann. Þrátt fyrir þetta helst gengi krónunnar nokkuð sterkt á spátímanum samkvæmt grunn spánni, enda peningalegt aðhald töluvert í henni. Verulega hættu verður að telja á að erfi ðleikar við fjármögnun viðskiptahall- ans gætu leitt til þess að gengi krónunnar lækki mun meira en í grunnspánni. Í fráviksdæminu er gert ráð fyrir því að gengi krónunnar lækki á seinni helmingi ársins, þegar kemur að gjalddögum hárra fjárhæða í skuldabréfum í krónum gefnum út af erlendum aðilum. Í dæminu er gert ráð fyrir að gengið lækki um samtals 20% frá grunnspá á þriðja og fjórða ársfjórðungi. Á sama tíma er gert ráð fyrir því að áhættu- fælni alþjóðlegra fjárfesta aukist. Það leiðir til þess að vaxtaálag á erlendar skuldbindingar innlendra aðila hækkar um 1,5 prósentur. Eins og sjá má á mynd 1 er gert ráð fyrir að Seðlabankinn bregðist þegar við með hækkun stýrivaxta til að koma í veg fyrir að tímabundin aukning verðbólgu festi rætur í verðbólguvæntingum. Á fyrri hluta næsta árs eru vextir bankans orðnir rúmlega 16%, en þá taka þeir að lækka aftur. Vextir verða þó hærri en í grunnspánni alveg fram á seinni hluta ársins 2009. Þótt bankinn hækki vexti kröftuglega, tekst honum samt ekki að koma í veg fyrir að verðbólga aukist um sinn í kjölfar gengislækk- unarinnar. Verðbólga er um 1½ prósentu hærri en í grunnspá í árslok Rammagrein IX-2 Fráviksdæmi 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá Mynd 1 Stýrivextir - fráviksdæmi Spátímabil 1. ársfj. 2007 - 4. ársfj. 2009 Heimild: Seðlabanki Íslands. % 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 2005 2006 2007 2008 2009 Fráviksdæmi með gengislækkun Fráviksdæmi með stóriðjuframkvæmdum Á mynd IX-11 sést hvernig slagsíða áhættumats verðbólgu- spárinnar endurspeglast í samsvarandi slagsíðu áhættumats stýrivaxta- ferilsins. Þannig eru líkur á að stýrivextir á spátímanum verði hærri en í grunnspánni meiri en líkur á að þeir verði lægri. Miðað við líkinda- dreifingu stýrivaxtaferilsins eru töluverðar líkur á því að stýrivextir verði á bilinu 13½-15½% að meðaltali á öðrum fjórðungi þessa árs og á bilinu 12¾-16½% á þeim fjórða. Þegar líða tekur á spátímabilið er óvissubilið orðið mjög breitt, sem sýnir að mikil óvissa er um fram- vindu efnahagsmála um þessar mundir. 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá Mynd IX-11 Stýrivextir Spátímabil 1. ársfj. 2007 - 4. ársfj. 2009 Heimild: Seðlabanki Íslands. % 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 2005 2006 2007 2008 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.