Peningamál - 01.03.2007, Síða 59

Peningamál - 01.03.2007, Síða 59
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 59 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá Mynd 2 Verðbólga - fráviksdæmi Spátímabil 1. ársfj. 2007 - 4. ársfj. 2009 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Fráviksdæmi með gengislækkun Fráviksdæmi með stóriðjuframkvæmdum 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2005 2006 2007 2008 2009 Verðbólgumarkmið 2007 og nær hámarki um mitt næsta ár þegar hún verður um 2½ prósentu meiri en í grunnspá (sjá mynd 2). Smám saman dregur úr verðbólgunni á ný og í fráviksdæminu næst verðbólgumarkmiðið í árslok 2009, u.þ.b. tveimur árum seinna en í grunnspánni. Peningastefnan þarf að bregðast tímanlega við nýjum stóriðjuframkvæmdum Í grunnspánni er ekki gert ráð fyrir frekari stóriðjuuppbyggingu á spátímanum. Það hefur jafnan verið stefnan að taka ekki tillit til slíkra framkvæmda fyrr en miklar líkur eru orðnar á að ráðist verði í þær, en taka frekar tillit til þeirra í áhættumati spárinnar. Verði hins vegar af áformum um miklar stóriðjuframkvæmdir yrði eftirspurn eftir innlendum framleiðsluþáttum töluvert meiri en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Verðbólguþrýstingur verður því meiri þótt sterkara gengi kunni að vinna þar á móti, a.m.k. í byrjun. Við mat á mögulegum áhrifum frekari stóriðjuuppbyggingar á efnahagsframvinduna og framkvæmd peningastefnunnar er gert ráð fyrir því að álverið í Straumsvík verði stækkað um 280 þús. tonn og að ráðist verði í byggingu nýs 240 þús. tonna álvers í Helguvík í tveimur 120 þús. tonna áföngum. Miðað er við að heildarkostnaður á þessu ári vegna álversframkvæmda og orkuöfl unar verði um 11 ma.kr., um 45 ma.kr. á næsta ári og rífl ega 100 ma.kr. árið 2009 en þá verður meginþungi framkvæmda. Samtals er því gert ráð fyrir framkvæmdum upp á rúmlega 150 ma.kr. á spátímanum til ársloka 2009. Heildarkostnaður framkvæmdanna er hins vegar áætlaður hátt í tvöfalt meiri, eða tæplega 290 ma.kr. (u.þ.b. 25% af vergri lands- framleiðslu ársins 2006), sem fellur til á tímabilinu 2007-2014, en að mestu leyti á árunum 2008-2011 (90% heildarkostnaðar). Þessar framkvæmdir munu kalla á aukna vinnuafl snotkun og er miðað við um 4.700 ársverk í tengslum við framkvæmdirnar á spátímanum, en rúmlega 8.300 ársverk alls, sem dreifast með svipuðum hætti á fram- kvæmdartímabilið og fjárfestingarkostnaðurinn. Gert er ráð fyrir því að skipting kostnaðar í innlendan og erlendan þátt sé u.þ.b. til helm- inga. Skipting milli innlends og erlends vinnuafl s er svipuð. Þessar upplýsingar byggjast í meginatriðum á áætlunum væntanlegra fram- kvæmdaraðila. Í þessu fráviksdæmi er gert ráð fyrir því að gengi krónunn- ar styrkist um u.þ.b. 5% þegar framkvæmdaráformin eru tilkynnt um mitt þetta ár og að Seðlabankinn bregðist þegar við með 0,25 prósentna hækkun vaxta. Vaxtalækkunarferli sem hefst samkvæmt grunnspá á síðasta ársfjórðungi þessa árs er seinkað fram á mitt næsta ár en þá eru vextir bankans um 15% og því um 2 prósentum hærri en í grunnspánni. Það felst jafnframt í fráviksdæminu að ekki verður unnt að lækka stýrivexti jafn hratt og ella, verði ráðist í þessar framkvæmdir. Þannig eru vextir bankans um 14% í lok næsta árs og um 10% í árslok 2009 í stað 6% í grunnspánni. Framkvæmdirnar kalla því á mun aðhaldssamari peningastefnu en gert er ráð fyrir í grunnspánni (sjá mynd 1). Tímanleg hækkun stýrivaxta og styrking krónunnar þegar framkvæmdaráætlunin er kynnt, gera það að verkum að verðbólga minnkar hraðar en í grunnspánni og er hún orðin um 1½% snemma á næsta ári (sjá mynd 2). Eftir það tekur hún hins vegar að aukast á ný, eftir því sem framkvæmdarþunginn eykst, og yrði verðbólga komin að markmiði Seðlabankans í lok árs 2008.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.