Peningamál - 01.03.2007, Side 61

Peningamál - 01.03.2007, Side 61
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 61 Gerist það hins vegar að smám saman fari að draga úr framboði lánsfjár í krónum í kjölfar þess að lánastofnanir færi bókhald sitt í er- lendum gjaldmiðli gæti staðan breyst. Það gæti t.d. gerst að lánastofn- anir yrðu tregar til að lána í krónum eða að lánskjör yrðu ,,óeðlilega” óhagstæð. Í þessu samhengi verður þó að hafa í huga að á meðan eftirspurn er eftir lánsfé í krónum meðal almennings og fyrirtækja, t.d. hjá þeim sem vilja forðast áhættu tengda gengissveifl um, eru hagn- aðartækifæri fyrir lánafyrirtæki til staðar (eða önnur fyrirtæki á meðan aðgengi að þessum markaði er óheft) og því erfi tt að sjá fyrir sér að þessi starfsemi hverfi , þótt ekki sé útilokað að hún geti minnkað að umfangi frá því sem nú er.2 Áhrif Seðlabankans á verð peninga, þ.e. vexti, ráðast af getu hans til að hafa áhrif á magn peninga í umferð. Hvernig sem uppgjörum fjármálafyrirtækja er háttað hefur bankinn einkarétt á að gefa út krón- ur. Litlar líkur eru á að krónan hverfi af sviðinu sem viðskiptamiðill (e. medium of exchange) án atbeina stjórnvalda. Á meðan enn er þörf fyrir krónur í viðskiptum, t.d. í viðskiptum með vöru sem greiða þarf fyrir með peningum, og vegna uppgjörs samninga, skattgreiðslna o.s.frv., verður áhrifamáttur peningastefnunnar einhver. Litlu breytir þótt notkun seðla og myntar sé tiltölulega lítil hér á landi því að stór hluti viðskipta er eftir sem áður gerður upp í krónum.3 Áhrif þess að erlendur gjaldmiðill yrði uppgjörsgjaldmiðill fjár- málafyrirtækja Við fyrstu sýn virðast áhrif þess á miðlun peningastefnunnar að uppgjör fjármálaviðskipta yrði í erlendum gjaldmiðli í stað króna geta orðið meiri en fyrri áhrifi n. Verði erlendur gjaldmiðill uppgjörsgjaldmiðill fjármála- viðskipta gæti velta á innlendum fjármálamörkuðum, þ.e.a.s. mörkuð- um þar sem stunduð eru viðskipti með verðbréf skráð í krónum, dregist saman og þar með geta Seðlabankans til að hafa áhrif á vaxtakjör út vaxtarófi ð. Framkvæmd peningastefnunnar yrði einnig vandasamari vegna þess að nýta þarf upplýsingar sem fólgnar eru í markaðsverði sem verður erfi ðara ef skilvirkni markaðanna minnkar. Dragist innlend lánastarfsemi saman yrði þörf innlendra fjármála- fyrirtækja fyrir útgáfu verðbréfa í krónum minni. Það hefði óheppileg áhrif á innlenda peninga- og skuldabréfamarkaði þar sem hann yrði grynnri. Nú þegar er við talsverðan vanda að etja í þeim efnum vegna takmarkaðrar skuldabréfaútgáfu ríkisins. Ástæða er til að hvetja rík- ið til þess að sinna betur því hlutverki sínu að tryggja næga útgáfu markaðsbréfa ríkissjóðs til þess að vaxtamyndun á skuldabréfamarkaði verði með eðlilegum hætti. Vegna þess að skuldaraáhætta ríkissjóðs er lítil sem engin eru vextir ríkisskuldabréfa mikilvægir viðmiðunarvextir í markaðsviðskiptum. 2. Einnig má hugsa sér að eftirspurn eftir lánsfé í krónum fari minnkandi en það gæti dregið úr áhrifamætti peningastefnunnar með sama hætti, a.m.k. um vaxtafarveg peningastefn- unnar. Sú þróun tengist hins vegar ekki sérstaklega umfjöllunarefni þessa viðauka, heldur er ein birtingarmynd þeirrar alþjóðavæðingar íslensks hagkerfi s sem hefur ágerst á síðustu árum og mun líklega halda áfram, óháð því hvort fjármálafyrirtæki fari að færa bókhald sitt í evrum eða ekki. 3. Í þessu samhengi má nefna að almenningur virðist mjög tregur til að leggja af notkun eigin gjaldmiðils, jafnvel í löndum þar sem ríkir óðaverðbólga, sjá Giovannini og Turtelboom (1994).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.