Peningamál - 01.03.2007, Page 63

Peningamál - 01.03.2007, Page 63
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 63 óbreyttu, jafnvel þótt virði bréfsins í skráningargjaldmiðli sé óbreytt. Auðsáhrif hlutabréfaeignarinnar verða því næmari fyrir gengisbreyt- ingum. Hugsanlegt er að afl eiðing þess að bókhald fjármálafyrirtækja yrði fært í erlendum gjaldmiðli sé að nokkru leyti jákvæð áhrif á miðlun peningastefnunnar. Því hefur verið haldið fram að það vinni gegn viðleitni Seðlabankans til þess að auka aðhald í peningamálum að gengis hækkun, sem leitt getur af hækkun stýrivaxta, hafi jákvæð áhrif á eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja og auki því útlánagetu þeirra. Yrði efnahagsreikningurinn færður í erlendum gjaldmiðli gætu áhrifi n snúist við og þannig styrkt miðlun peningastefnunnar um útlánafarveg miðlun ar ferlisins. Almennt séð gæti aukin notkun erlendra gjaldmiðla haft óæskileg áhrif á fjármálastöðugleika ef hún felur í sér að gengisáhætta innlendra aðila með útgjöld í krónum aukist.7 Það er hins vegar ekki sjálfgefi ð að það gerist né heldur er gjaldmiðlaáhætta nýtt fyrirbæri. Aukna notkun erlendra gjaldmiðla í íslensku efnahagslífi má líta á sem eðlilega afl eiðingu alþjóðavæðingar og afnáms hafta á íslensku athafnalífi og fjármálakerfi . Hún er hins vegar ekki síður afl eiðing ofþenslu og óstöðugleika sem ríkt hefur undanfarin ár og endurspegl- ast í mikilli verðbólgu, háum vöxtum og sveifl um í gengi krónunnar. Að hindra þessa þróun með boðum og bönnum er ekki líklegt til að skila árangri. Efnahagslegur kostnaður hafta á fjármagnshreyfi ngum er að líkindum meiri en ábatinn. Skynsamlegasta leiðin til að stuðla að því að krónan verði áfram nothæfur gjaldmiðill á íslenskum fjár- málamarkaði er að haga innlendri hagstjórn þannig að dragi úr hvata til að nota erlenda gjaldmiðla. Það verður best gert með því að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Takist stjórnvöldum að tryggja að umsvif í þjóðarbúskapnum séu í samræmi við framleiðslugetu verður verðlag stöðugra og krónan betri miðill í viðskiptum, og sem reikningseining og viðmiðun í samningum. Heimildir Castillo, P., C. Montoro og V. Tuesta (2006), ,,An estimated stochastic general equilibrium model with partial dollarization: A Bayesian approach”, Seðlabanki Perú. Fischer, S., (2006), ,,Dollarization”, ræða fl utt á 75 ára afmælisráðstefnu tyrkneska seðlabankans, 13.-15. desember 2006. Giovannini, A., og B. Turtelboom (1994), ,,Currency substitution”, í bókinni The Handbook of International Macroeconomics, ritstjóri F. Van der Ploeg, Black- well. 7. Í þessu samhengi má nefna að þótt lánafyrirtækin verjist sinni gengisáhættu er áfram veruleg hætta af slíkri lánastarfsemi til viðskiptavina sem hafa ekki aðgang að ,,náttúrulegri gengisvörn”, eins og reynslan af fjármálakreppu SA-Asíu á síðasta áratug síðustu aldar sýndi svo glögglega.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.