Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 67

Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 67
Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans1 Lífl eg viðskipti á mörkuðum Innlendir markaðir hafa verið líflegir frá útgáfu Peningamála í nóvember. Úrvalsvísitala hlutabréfa hefur hækkað um 17% en uppgjör fyrirtækja í vísitölunni voru yfirleitt mjög góð og í mörgum tilfellum betri en nokkru sinni fyrr. Bankarnir fóru þar fremstir í flokki en samanlagður hagnaður þeirra nam 167 ma.kr. á árinu 2006. Lausafjárskortur gerði vart við sig á peningamarkaði en markaðurinn virðist nú starfa eðlilega í kjölfar þess að fjölgað var veðhæfum bréfum í viðskiptum við Seðlabankann. Jöklabréfaútgáfa heldur áfram og í fyrsta skipti hafði innlend fjármálastofnun milligöngu um slíka útgáfu. Breyttar reglur um viðskipti við Seðlabankann kunna að ráða þar nokkru um. Ávöxtunarkrafa verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa hefur sveiflast mikið. Lækkun virðisaukaskatts í byrjun mars varð til þess að ávöxtunarkrafa verðtryggðra bréfa hækkaði mikið og er enn nokkru hærri en í nóvember. Krónan veiktist nokkuð fram til áramóta en hefur styrkst á ný og er gengi hennar nú svipað og þegar Peningamál voru gefin út í nóvember 2006. Vaxtamunur eykst enn Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur frá útgáfu síð- ustu Peningamála. Englandsbanki og Japansbanki hækkuðu stýrivexti sína um sömu prósentu, evrópski seðlabankinn hækkaði vexti tvisvar sinnum um samtals 0,5 prósentur en vextir í Bandaríkjunum hafa hald- ist óbreyttir frá síðastliðnu sumri. Vaxtamunur við útlönd dróst saman á tímabilinu. Hann var tæpar 10 prósentur í lok október en var orðinn 9,2 prósentur í lok mars sé miðað við þriggja mánaða millibankavexti.2 Skilyrði til vaxtamunarviðskipta hafa haldist hagstæð en versnað lítil- lega ef aðeins er horft til vaxtamunarins. Skýrist það fyrst og fremst af lækkandi vöxtum á innlendum peningamarkaði. Lausafjárþrengingar Lausafjárskortur hefur ítrekað gert vart við sig á innlendum peninga- markaði frá því í nóvember. Vextir fóru oft upp fyrir daglánavexti Seðlabankans og markaðurinn virkaði því ekki sem skyldi. Nokkrir sam- verkandi þættir ollu þessu en mest munar um háa innstæðu ríkissjóðs í Seðlabankanum. Innstæða á viðskiptareikningi hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin misseri og er nú 90 ma.kr. auk 32 ma.kr. bundinnar innstæðu vegna sölu Símans 2005. Lítil útgáfa ríkisbréfa og minnkandi útgáfa húsbréfa í kjölfar breytinga á húsnæðislánamarkaði hafa valdið því að innlend fjármála- fyrirtæki eiga minna en áður af skuldabréfum sem veðhæf eru í við- skiptum við Seðlabankann. Vegna þessa ákvað bankinn að taka veð í bréfum, sem gefi n eru út í íslenskum krónum og skráð í erlendum upp- gjörsmiðstöðvum og krónubréf sem útgefi n eru af erlendum aðilum, þ.e. jöklabréf. Ákveðið var að túlka reglur um viðskipti fjármálastofn- ana við bankann þannig að sé útgáfa erlends aðila stærri en 20 ma.kr. teljist hún hafa viðskiptavakt enda sé að fi nna kaup- og sölutilboð í kerfum á borð við Bloomberg. Í kjölfarið færðist millibankamarkaður- inn í eðlilegt horf á ný. Lántaka bankanna í Seðlabankanum hefur auk- ist á síðustu mánuðum og hefur farið hæst í 184 ma.kr. Daglánavextir Vextir yfir nótt Stýrivextir (umreiknaðir í flata vexti) 3 mánaða vextir á krónumarkaði Viðskiptareikningsvextir Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd 1 Vextir á krónumarkaði og stýrivextir Seðlabankans Daglegar tölur 3. janúar 2006 - 23. mars 2007 % 8,5 9,5 10,5 11,5 12,5 13,5 14,5 15,5 16,5 17,5 mfjdnosájjmamfj 2006 2007 Mynd 2 Staðan á viðskiptareikningi ríkissjóðs Seðlabankans Mánaðarlegar tölur janúar 2006 - febrúar 2007 Ma.kr Heimild: Seðlabanki Íslands. 40 60 80 100 120 20072006 1. Upplýsingar í greininni miðast við 23. mars 2007. 2. Viðskiptavegnir erlendir vextir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.