Peningamál - 01.03.2007, Page 68

Peningamál - 01.03.2007, Page 68
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 68 Æskilegt væri að hérlendis þróaðist lánamarkaður fyrir skuldabréf í krónum. Það yki möguleika fjármálastofnana til að verða sér úti um verðbréf sem nota má í viðskiptum við Seðlabankann. Aukin stöðutaka í krónunni Útgáfa jöklabréfa hefur haldið áfram jöfnum höndum og frá nóv- embermánuði hafa erlendir aðilar gefi ð út krónubréf fyrir um 119,5 ma.kr. Rúmur þriðjungur útgefi nnar fjárhæðar er ein útgáfa hollenska bankans Rabobank að fjárhæð 40 ma.kr. Frá sama tíma og til loka mars 2007 féllu tæplega 32 ma.kr. í gjalddaga svo að hrein staða í jöklabréfum jókst um 87,5 ma.kr. á tímabilinu. Í fyrsta skipti frá því að fyrstu jöklabréfi n litu dagsins ljós hafði innlendur banki milligöngu um slíka útgáfu. Landsbankinn setti á markað og sölutryggði 25 ma.kr. fyrir austurríska ríkið. Líklegt þykir að stór hluti þeirrar upphæðar verði í eigu Landsbankans eða seldur innlendum aðilum. Verði það niður- staðan markar þessi útgáfa nokkur tímamót, því að nær öll krónubréf sem gefi n hafa verið út fram til þessa eru í eigu erlendra aðila. Hvati íslensku bankanna til að eignast krónubréf hefur aukist í kjölfar þess að slík bréf voru gerð veðhæf í viðskiptum við Seðlabankann. Frá lokum október sl. hefur framvirk erlend staða bankanna hald- ið áfram að vaxa. Hún var í lok febrúar 612 ma.kr. og hafði vaxið um 147 ma.kr. Ljóst er að gnóttstaða erlendra fjárfesta í íslensku krónunni vex enn. Við þetta bætist eign erlendra fjárfesta í ríkisverðbréfum og einnig viðskiptahalli sem á síðasta ári nam 305 ma.kr. og sló öll fyrri met. Ofangreind stöðutaka er mikil með hliðsjón af stærð hagkerfi sins og markaðarins. Aukin hætta er á því að afstaða fjárfesta til krónunnar geti kallað fram miklar sveifl ur í gengi hennar. Skyndilegur fl ótti úr krónu- stöðum gæti átt rót sína í atburðum sem á engan hátt er hægt að rekja til aðstæðna í íslensku efnahagslífi eða hjá íslenskum fyrirtækjum. Birt- ingarmyndin gæti allt eins verið órói á hlutabréfamörkuðum sem hefði áhrif á gengi gjaldmiðla sem síðan ýtti við fjárfestum sem myndu loka stöðum í stórum stíl. Vísi að slíku mátti sjá um mánaðamótin febrúar - mars þegar hlutabréf lækkuðu mikið á öllum mörkuðum, lágvaxtamyntir á borð við japanskt jen styrktust og hávaxtamyntir veiktust. Viðbrögð krónumarkaðarins ráðast af því hve fjölbreyttur hópur fjárfesta það er sem heldur kröfum í íslenskum krónum í eignasöfn- um sínum. Óformleg athugun gefur til kynna að 30-40% þeirra séu peningamarkaðs- og vogunarsjóðir sem að jafnaði fjárfesta til mjög skamms tíma og eru mjög hreyfanlegir. Hinir séu fjárfestingasjóðir sem horfa til lengri tíma og eru síður kvikir er kemur að því að opna og loka stöðum. Kvikir fjárfestar og hjarðeðli á markaðnum getur verið ávísun á miklar sveifl ur í gengi krónunnar. Líflegt á gjaldeyrismarkaði Lífl egt hefur verið á gjaldeyrismarkaði frá lokum október en þá stóð vísitala krónunnar í 118,7 stigum og hafði styrkst jafnt og þétt undan- gengna mánuði. Hæst fór vísitalan í 130,3 þann 22. desember en þann dag tilkynnti matsfyrirtækið Standard & Poor´s lækkun á lánshæfi s mati ríkissjóðs. Krónan styrktist aftur um tæplega 3,5% til áramóta en veikt- ist svo tímabundið í kjölfar umræðu um upptöku evru í stað íslensku Mynd 4 Stýrivextir nokkurra seðlabanka og hækkun frá áramótum1 % 1. Rauði hlutinn sýnir hækkun frá áramótum. Stýrivextir geta ýmist verið útláns- eða innlánsvextir og ýmist sýnt ávöxtun eða nafnvexti. Heimild: Reuters EcoWin. 0 5 10 15 Ís la nd N or eg ur D an m ör k N ýj a- S já la nd Á st ra lía Sv íþ jó ð Sv is s K an ad a Br et la nd Ev ró pa Ja pa n Ba nd ar ík in Mynd 5 Tímaróf vaxta á krónumarkaði Heimild: Seðlabanki Íslands. Dagar til innlausnar 27.10. 2006 27.7. 2006 0 100 200 300 400 9,0 9,5 10,0 10,5 11,0 11,5 12,0 12,5 13,0 13,5 14,0 14,5 15,0 % 27.4.2006 23.3.2007 Mynd 3 Vikuleg lán gegn veði, seld innstæðubréf, staða ríkissjóðs og álögð bindiskylda Vikulegar tölur 9. ágúst 2005 - 20. mars 2007 Ma.kr. Heimild: Seðlabanki Íslands. 2006 2007 0 40 80 120 160 200 Vikuleg lán gegn veði Innstæðubréf Staða ríkissjóðs Álögð bindiskylda og staða ríkissjóðs 2005
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.