Peningamál - 01.03.2007, Síða 71

Peningamál - 01.03.2007, Síða 71
Þorvarður Tjörvi Ólafsson1 Birting eigin stýrivaxtaspár eykur áhrifamátt peningastefnu seðlabanka „Því það er ekki einungis að væntingar til peningastefnu séu mikil - vægar, heldur, að minnsta kosti við núverandi aðstæður, þá skiptir fátt annað máli.” Michael Woodford (2003, bls. 15) 1. Inngangur Á undanförnum árum hafa orðið miklar breytingar á því hvernig seðla- bankar kynna og haga ákvörðunum í peningamálum. Flestir seðlabank- ar leggja nú ríka áherslu á gagnsæi í kynningu á ákvörðunum sínum og færa ítarleg rök fyrir sjónarmiðum sínum í ræðu og riti. Þetta er mikil breyting frá eldri áherslum. Mikil leynd umlukti starfsemi seðlabanka. Ríkjandi sjónarmið innan peningahagfræðinnar var lengi að aðgerðir seðlabanka væru árangursríkari ef þeim tækist að koma almenningi og markaðnum á óvart. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Sjónarmiðið um að seðlabankar þurfi að koma markaðnum á óvart til að hafa áhrif hefur þó reynst lífseigt í opinberri umræðu, sérstaklega hér á landi. Ríkjandi sjónarmið nútímapeningahagfræði er að peningastefn- an sé árangursríkari ef hún er fyrirsjáanleg (sjá Woodford, 2003) og að mikilvægasta verkefni peningastefnu sé að leiðbeina og hafa áhrif á væntingar almennings og markaðsaðila um framvindu vaxta, verð- bólgu og umsvifa í hagkerfi nu. Tvennt liggur einkum að baki þessum sjónarmiðum: Í fyrsta lagi eru ákvarðanir markaðsaðila taldar byggjast á framsýni. Í öðru lagi er tekið tillit til þess að aðgerðir seðlabanka miðlast um þjóðarbúskapinn með talsverðri töf. Í miðlun peningastefn- unnar um vaxtarófi ð skiptir hver stök vaxtaákvörðun minna máli en væntingar um framvindu stýrivaxtanna í framtíðinni. Væntingar um framtíða stýrivexti hafa einnig bein áhrif á neyslu- og fjárfesting- arákvarðanir einstaklinga og fyrirtækja. Þorri lána sem heimilin taka til neyslu og fjárfestingar og stór hluti rekstrar- og fjárfestingarlána fyrirtækja eru til margra ára. Til þess að hafa umtalsverð áhrif á neyslu og fjárfestingu þarf peningastefnan helst að hafa áhrif á langtímavexti. Vextir á lengri enda vaxtarófsins, verðlagning á markaði og ákvarðanir markaðsaðila ráðast fyrst og fremst af væntingum þeirra um fram- vindu stýrivaxta fremur en hæð þeirra á hverjum tíma, þótt hún setji væntingum takmörk til skamms tíma litið. Á því veltur árangur pen- ingastefnunnar að töluverðu leyti. Innan peningahagfræðinnar hefur það sjónarmið orðið útbreitt á síðustu árum að til þess að stuðla að greiðri miðlun peningastefnunnar þurfi markmið hennar að vera skýr og framkvæmd hennar kerfi sbundin, trúverðug og gagnsæ. Slíkt er til 1. Höfundur er hagfræðingur á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands. Höfundur þakkar Arnóri Sighvatssyni og Þórarni G. Péturssyni fyrir gagnlegar ábendingar. Höfundur er einn ábyrgur fyrir þeim annmörkum sem eru á þessari grein. Skoðanir, sem koma fram í greininni, eru höfundar og þurfa ekki að endurspegla skoðanir Seðlabanka Íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.