Peningamál - 01.03.2007, Page 72

Peningamál - 01.03.2007, Page 72
BIRT ING E IG IN STÝRIVAXTASPÁR EYKUR ÁHRIFAMÁTT PENINGASTEFNU SEÐLABANKA P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 72 þess fallið að efl a skilning markaðsaðila á ákvörðunum seðlabanka og traust á að þeir standi við skuldbindingar sínar. Ríki slíkt traust getur það jafnvel orðið til þess að markaðir bregðist við nýjum tíðindum áður en seðlabankar gera það sjálfi r. Seðlabankar á verðbólgumarkmiði leggja mikla áherslu á að út- skýra hvernig aðgerðir þeirra í peningamálum samrýmast verðbólg- umarkmiðinu. Í því skyni gefa þeir út verðbólguskýrslur, hafa fasta vaxtaákvörðunardaga og gefa út stefnuyfi rlýsingar í hvert sinn sem ákvörðun er tekin um stýrivexti. Seðlabankar ganga þó mislangt í gagnsæinu. Misjafnt er t.d. hvort seðlabankar veita aðgang að spálí- könum sínum eða birta fundargerðir peningastefnufunda. Verðbólgu- skýrslurnar gegna lykilhlutverki. Þær eru vettvangur seðlabanka til að sýna fram á að framkvæmd peningastefnunnar sé kerfi sbundin, trú- verðug og gagnsæ og til að staðfesta ásetning um að ná markmiðum sínum. Þannig gera þær peningastefnuna fyrirsjáanlegri. Þjóðhags- og verðbólguspár gegna mikilvægu hlutverki í verðbólguskýrslum þar sem framkvæmd peningastefnunnar er útskýrð með vísan í niðurstöð- ur þessara spáa (sjá Þórarinn G. Pétursson, 2004). Með því að gera almenningi og öðrum kleift að meta hvort framkvæmd peningastefnunnar samrýmist yfi rlýsingum seðlabanka og líkleg viðbrögð þeirra við framvindu efnahagsmála geta verðbólgu- skýrslur haft áhrif á væntingar um þróun stýrivaxta og þar með verð- bólgu. Það er því engin tilviljun að seðlabankar á verðbólgumarkmiði framkvæmi peningastefnuna á gagnsærri hátt en aðrir seðlabankar. Gagnsæinu hafa hins vegar verið takmörk sett. Seðlabankar hafa verið tregir til að veita afdráttarlausar upplýsingar um eigin væntingar um framvindu stýrivaxta þrátt fyrir að þeir geri sér ljóst að þær séu jafn- vel mikilvægari en stýrivaxtaákvörðunin á hverjum tíma. Þessi tregða hefur m.a. birst í því að spár seðlabanka byggjast oftast annaðhvort á forsendu um óbreytta stýrivexti eða þeirri forsendu að þeir fylgi fólgn- um framvirkum vöxtum eða niðurstöðum kannana. Þetta hefur verið gagnrýnt með þeim rökum að gagnsæi um væntingar seðlabankans sjálfs sé forsenda árangursríkrar peningastefnu. Á undanförnum misserum hefur umfangsmikil umræða farið fram um hvort seðlabankar eigi að auka virkni peningastefnunnar með því að gera hana enn gagnsærri, t.d. með því að birta nánari upplýs- ingar um væntingar bankanna sjálfra um þróun stýrivaxta. Sú skoðun nýtur vaxandi fylgis að það auki áhrif seðlabanka á væntingar mark- aðsaðila og um leið árangur peningastefnunnar (sjá t.d. Woodford, 2003, Svensson, 2005, og Rudebusch og Williams, 2006). Ýmsir seðla- bankar hafa þegar stigið skref í þessa átt. Skilaboð (e. signalling) um framtíðarþróun stýrivaxta í formi end- urtekins orðalags í fréttatilkynningum og fundargerðum hafa t.d. orðið vinsæl beggja vegna Atlantshafsins. Woodford (2005), Poole (2005), Rudebusch og Williams (2006) ræða reynslu bandaríska seðlabank- ans af slíkum skilaboðum, einkum frá árinu 2003. Á árinu 2003 taldi bandaríski seðlabankinn mikla hættu á verðhjöðnun og gaf hann til kynna að vöxtum yrði haldið lágum töluvert lengi (“In these circ- umstances, the Committee believes that policy accommodation can be maintained for a considerable period”), undirbjó svo markaðinn fyrir komandi vaxtahækkanir (“the Committee believes that it can be
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.