Peningamál - 01.03.2007, Síða 73

Peningamál - 01.03.2007, Síða 73
BIRT ING E IG IN STÝRIVAXTASPÁR EYKUR ÁHRIFAMÁTT PENINGASTEFNU SEÐLABANKA P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 73 patient in removing its policy accommodation”), uns hann hóf hækk- unarferli sitt og gaf til kynna að vextir yrðu hækkaðir í skrefum (“the Committee believes that policy accommodation can be removed at a pace that is likely to be measured”). Á síðustu misserum hefur gætt vaxandi stuðnings við að ganga enn lengra með því að seðlabankar birti opinberlega eigin spá um þró- un stýrivaxta. Fordæmi Seðlabanka Nýja-Sjálands, Noregsbanka og nú síðast sænska seðlabankans vega þar þyngst ásamt nýjum greinum og rannsóknarritgerðum sem hafa rökstutt kosti upplýsingagjafar seðla- banka af þessu tagi. Mishkin, einn helsti gagnrýnandi þess sjónarmiðs að slík upplýsingagjöf sé gagnleg, hefur nú sannfærst um gildi þess að seðlabankar birti opinberlega spár um þróun stýrivaxta (sjá Giavazzi og Mishkin, 2006). 2. Valkostir seðlabanka um undirliggjandi stýrivaxtaferil í spám Seðlabankar hafa í meginatriðum þrjá valkosti þegar kemur að vali á undirliggjandi stýrivaxtaferli fyrir spár ef þeir velja að birta ferilinn. Í fyrsta lagi að gera ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum frá spádegi og út spátímabilið, í öðru lagi að byggja á væntingum markaðsaðila um þróun stýrivaxta og í þriðja lagi geta seðlabankar sjálfi r sett fram stýri- vaxtaspá. Loks geta seðlabankar valið að greina ekki frá undirliggjandi stýrivaxtaferli. Hverri leið fylgja kostir og gallar. 2.1 Óbreyttir vextir Fyrst eftir að verðbólgumarkmið náði útbreiðslu og aukin áhersla var lögð á gerð verðbólguspáa byggðust spár seðlabanka oftast á for- sendu um óbreytta vexti út spátímabilið. Spám af þessu tagi var ætl- að að meta horfur í efnahagsmálum að því gefnu að stýrivöxtum sé haldið óbreyttum. Verðbólga yfi r markmiði (á seinni hluta spátímabils- ins) gaf til kynna að vextir þyrftu að hækka og öfugt (sjá t.d. Vickers, 1998). Spá sem byggist á óbreyttum stýrivöxtum getur þannig gefi ð ákveðna vísbendingu um líklegar aðgerðir í peningamálum. Þessari aðferð fylgja hins vegar ýmsar takmarkanir og vandamál. Um þau var fjallað í Peningamálum 2006/2, þegar ákveðið var að hætta að byggja grunnspá Seðlabankans á þessari forsendu: „Ef þjóðhags- og verð- bólguspá seðlabanka byggist á óbreyttum stýrivöxtum út spátímabilið gefur slík spá óskýr skilaboð um þróun stýrivaxta á spátímanum og hefur því takmörkuð áhrif á væntingar markaðsaðila um þróun vaxta. Slík spá er raunar ekki samkvæm sjálfri sér því að mikilvægur hluti hag- kerfi sins, þ.e. viðbrögð peningastefnunnar við efnahagsþróuninni og miðlun hennar í gegnum áhrif væntinga um þróun stýrivaxta á lang- tímavexti, er tekinn úr sambandi, eða a.m.k. dregið mjög úr mikilvægi viðbragðanna. Þessu geta fylgt ýmis vandamál við spágerðina. Spáin getur orðið óstöðug, sérstaklega þegar spáð er langt fram í tímann. Túlkun hennar getur því orðið ákafl ega erfi ð og gagnsemi því tak- mörkuð.“ (Peningamál 2006/2, bls. 51). Þessi vandi verður því meiri sem frávik verðbólgu frá markmiði eykst. Með því að birta spá með óbreyttum stýrivöxtum sem sýnir verðbólgu langt yfi r verðbólgumarkmiði er seðlabanki að missa af gullnu tækifæri til að gefa vísbendingu um hve mikið bankinn telji að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.