Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 75

Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 75
BIRT ING E IG IN STÝRIVAXTASPÁR EYKUR ÁHRIFAMÁTT PENINGASTEFNU SEÐLABANKA P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 75 Loks er ljóst að spá sem er byggð á markaðsvæntingum er ekki besta spá sem seðlabankar geta gert því að þeir búa sjálfi r yfi r betri upplýsingum um framtíðarþróun stýrivaxta en markaðurinn og geta því bætt spárnar sínar með því að byggja á þeim upplýsingum. 2.3 Eigin stýrivaxtaspá Þriðji kosturinn við val á stýrivaxtaferli er að seðlabankinn spái sjálfur framvindu stýrivaxta. Ýmsir kostir geta fylgt þessari leið. Í fyrsta lagi er ljóst að þar sem slík spá nýtir allar upplýsingar sem seðlabanki býr yfi r, þar á meðal eigin hugmyndir um þróun stýrivaxta, ætti þessi forsenda að stuðla að því að spáin verði eins góð og kostur er (e. optimal forecast). Í öðru lagi felur þessi leið í sér að peningayfi rvöld miðla meiri upplýsingum til markaðsaðila um líklega þróun stýrivaxta og gefa þeim betri innsýn í stefnumörkun seðlabankans. Því verður peningastefnan fyrirsjáanlegri og áhrif hennar á væntingar og verðlagningu á markaði meiri. Áhrifamáttur peningastefnunnar á lengri enda vaxtarófsins og ákvarðanir markaðsaðila yrði um leið meiri. Það gæti gert peningayfi r- völdum fært að ná árangri með minni skrefum en ella. Í þriðja lagi verður auðveldara að meta spár seðlabanka og nota þær til að rökstyðja aðgerðir í peningamálum. Með því að byggja spár sínar á eigin stýrivaxtaferli endurheimta seðlabankar völd yfi r eigin spám á nýjan leik. Breytingar á undirliggjandi stýrivaxtaferli á milli spáa endurspegla þá breytt mat seðlabankans en ekki breytingar á fólgn- um framvirkum vöxtum sem geta stafað af ýmsum öðrum þáttum en breyttum væntingum til stýrivaxta. Samhengi í þróun stýrivaxta- forsendna ætti þannig að verða rökréttara en ef byggt er á vænt- ingum markaðsaðila, m.a. vegna þess að væntingar þeirra um pen- ingastefnuna geta verið reistar á röngum forsendum. Það útilokar þó ekki snöggar breytingar enda getur mat seðlabankans sjálfs á þörf fyrir peningalegt aðhald stundum breyst mun hraðar en viðhorf markaðar- ins til líklegrar stýrivaxtaþróunar. Í fjórða lagi liggur fyrir að einn helsti kostur þess að nota eigin spá um stýrivexti er að það tryggir að spáð verðbólga samrýmist verðbólg- umarkmiðinu, því að stýrivaxtaferillinn í spánni felur í sér mat banka- stjórnar eða peningastefnuráðs á því hvaða vaxtaþróun samrýmist best markmiðinu. Spár þar sem verðbólga er fjarri verðbólgumarkmiði verða því úr sögunni. Áhrif spárinnar á væntingar almennings um verðbólgu- og vaxtaþróun á næstu misserum ættu því að verða meiri og í betra samræmi við verðbólgumarkmiðið, en áhrif á væntingar eru mikilvæg- ur farvegur miðlunar peningastefnunnar. Loks hafa Rudebusch og Williams (2006) sýnt fram á að upplýsingagjöf af þessu tagi er ekki að- eins líkleg til að styðja peningayfi rvöld í viðleitni sinni til að halda aftur af verðbólgu heldur einnig draga úr sveifl um í framleiðslu. Bent hefur verið á ýmsa hugsanlega ókosti þess að seðlabankar birti eigin stýrivaxtaspá. Í fyrsta lagi hafa Goodhart (2001, 2005) o.fl . haldið því fram að þessi aðferð fl æki ákvörðunarferli peningayfi rvalda um of. Fulltrúar í peningastefnunefnd hafi einungis óljósa hugmynd um framtíðarþróun stýrivaxta og þótt þeir geti hugsanlega fundið heppilegan feril sé erfi tt fyrir fjölmenna peningastefnunefnd að koma sér saman um einn stýrivaxtaferil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.