Peningamál - 01.03.2007, Page 78

Peningamál - 01.03.2007, Page 78
BIRT ING E IG IN STÝRIVAXTASPÁR EYKUR ÁHRIFAMÁTT PENINGASTEFNU SEÐLABANKA P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 78 ingastefnunnar um vaxtarófi ð og áhrif hennar á ákvarðanir mark- aðsaðila aukist. Alan Bollard, seðlabankastjóri, bendir á að birting stýrivaxtaspárinnar geri markaðsaðilum kleift að sjá fyrir viðbrögð peningayfi rvalda við óvæntum fréttum. Það leiði til þess að „verð á markaði bregst að verulegu leyti sjálfkrafa við nýjum upplýsingum sem skipta máli fyrir verðbólguþrýstinginn” (Bollard og Karagedikli, 2006, bls. 11). Þá er áhugavert að Spencer (2005) telur vaxtaspána auðvelda seðlabankanum að hafa áhrif á lögun vaxtarófsins sem sé mjög mik- ilvægt þar sem um 80% íbúðaveðlána þar í landi beri fasta vexti þótt þeir séu fastir í skemmri tíma en algengast er hér á landi. Reynsla Nýsjálendinga virðist því benda til þess að spár með eigin vaxtaferli þar sem verðbólga er í samræmi við verðbólgumark- miðið séu skilvirkt samskiptatæki sem veiti markaðsaðilum innsýn inn í kerfi sbundna nálgun seðlabanka við vaxtaákvarðanir. Slík innsýn get- ur haft jákvæð áhrif á árangur peningastefnunnar. Lykilatriðið er ekki að sýna hvað gerist heldur hvernig peningayfi rvöld bregðist við þeirri framvindu sem birtist í spánni. Hampton (2002), Spencer (2005) og Archer (2005) skýra hvern- ig stýrivaxtaferillinn er „búinn til“. Gengið er út frá einföldu viðbrags- falli í þjóðhagslíkani bankans (sjá Black o.fl ., 1997) þar sem stýrivextir bregðast við þegar spáð verðbólga víkur frá markmiðinu sex til átta ársfjórðungum fram í tímann. Stýrivaxtaferillinn sem kemur út úr slíku viðbragðsfalli er síðan lagaður til í samstarfi spádeildar og seðlabanka- stjóra uns hann endurspeglar mat seðlabankastjóra á réttu samræmi vaxta og verðbólgumarkmiðsins. Tafl a 2. Forsendur fyrir æskilegan framtíðar stýrivaxtaferil 1. Til þess að peningastefnan stuðli að því að verðbólguvæntingar leiti að verðbólgumark- miðinu þarf ákvörðun stýrivaxta að miðast við að verðbólga nálgist verðbólgumarkmið- ið. Verðbólga ætti að vera stöðug í nánd við verðbólgumarkmið innan ásættanlegs tíma, venjulega eins til þriggja ára. 2. Að því gefnu að verðbólguvæntingar hafi góða kjölfestu nálægt verðbólgumarkmiði ætti munur raunverulegrar verðbólgu og verðbólgumarkmiðs annars vegar og framleiðslu- spenna hins vegar að vera í ásættanlegu jafnvægi þangað til að þau hverfa. Framleiðslu- spenna og frávik verðbólgu frá markmiði ættu að öllu jöfnu ekki að vera jákvæð eða nei- kvæð á sama tíma þegar litið er lengra fram í tímann. 3. Stýrivaxtaferillinn, einkum á næstu mánuðum, ætti að leiða til ásættanlegrar þróunar verðbólgu og hagvaxtar jafnvel þótt gefnar séu aðrar raunhæfar forsendur um framvindu efnahagsmála og gerð hagkerfi sins. 4. Breytingar á stýrivöxtum ættu að eiga sér stað í smáum skrefum svo að hægt sé að meta áhrif breytinganna og aðrar nýjar upplýsingar sem varða efnahagsþróun. 5. Ákvörðun stýrivaxta verður einnig að meta í ljósi þróunar eignaverðs og útlána. Miklar sveifl ur í þessum breytum gætu myndað óstöðugleika í eftirspurn og landsframleiðslu til langs tíma litið. 6. Einnig er gagnlegt að endurmeta niðurstöðuna í ljósi nokkurra einfaldra peningastefnu- reglna. Ef stýrivextir víkja kerfi sbundið og umtalsvert frá einföldum reglum þyrfti að vera hægt að skýra ástæður þess. Heimild: Qvigstad (2006).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.