Peningamál - 01.03.2007, Page 83

Peningamál - 01.03.2007, Page 83
BIRT ING E IG IN STÝRIVAXTASPÁR EYKUR ÁHRIFAMÁTT PENINGASTEFNU SEÐLABANKA P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 83 dregur úr áhrifum Seðlabankans á væntingar þessara aðila og um leið úr áhrifamætti peningastefnunnar. Þessi reynsla undirstrikar nauðsyn þess að samræmi sé á milli þeirra skilaboða sem bankinn sendir frá sér og aðgerða hans í peningamálum. Samtímis endurspeglar þessi reynsla að strangur boðskapur í Peningamálum er mun óljósari leið til að hafa áhrif á væntingar markaðsaðila en birting eigin stýrivaxtaspár. Mark- aðsaðilar verða að geta sér til um hve mikla hækkun vaxta bankinn er að boða með beittri orðræðu en ef bankinn birtir vaxtaspá er mun auðveldara að sjá hve mikla hækkun bankinn sér fram á. Af síðustu heftum Peningamála að dæma er ljóst að sýn mark- aðsaðila á framvindu stýrivaxta hefur verið mjög ólík sýn Seðlabank- ans. Bankinn hefur því ítrekað verið í þeirri stöðu að birta grunnspá sem hann telur óraunsæja, þ.e.a.s. spá sem sýnir verðbólgu umfram verðbólgumarkmið nær allt spátímabilið. Þetta hefur torveldað viðleitni bankans til þess að færa væntingar markaðsaðila nær eigin mati og dregið úr trúverðugleika hans. Núverandi fyrirkomulag með grunnspá og tvær fráviksspár hefur ennfremur þann galla að fjölmiðlar og mark- aðsaðilar virðast ekki átta sig á gildi hvers spáferils fyrir sig, en það hefur e.t.v. leitt til takmarkaðrar umfjöllunar um spár bankans. Ef litið er á þá stýrivaxtaferla sem hafa legið til grundvallar spá Seðlabankans allt frá árslokum 2004 og byggst á væntingum mark- aðsaðila sem lesa má úr fólgnum framvirkum vöxtum og niðurstöð- um kannanna kemur í ljós að þróun stýrivaxta hefur orðið allt önnur í reynd (sjá mynd 6). Í langfl estum tilvikum hafa markaðsaðilar gert ráð fyrir lækkun stýrivaxta þegar stutt er liðið á spátímabilið en í reynd hafa stýrivextir haldið áfram að hækka. Þessir ferlar hafa að sjálfsögðu haft veruleg áhrif á niðurstöður þjóðhags- og verðbólguspár bankans. Spá sem byggist á stýrivaxtaferli sem bankinn telur í bestu sam- ræmi við verðbólgumarkmið sitt hefur því ótvíræða kosti: • Markaðsaðilar fá meiri upplýsingar um líklega framvindu stýrivaxta. Það er til þess fallið að gera verðlagningu á markaði skilvirkari, auka áhrif Seðlabankans á markaðsvæntingar og þar með auka áhrif peningastefnunnar. • Verðbólga næði ævinlega markmiði á spátímabilinu. Það ætti að vera ákveðin kjölfesta fyrir verðbólguvæntingar og auka traust á peningastefnu bankans og auðvelda miðlun hennar til markaðs- aðila og almennings. • Spáin ætti að vera hin besta sem völ er á í þeim skilningi að hún byggist á öllum upplýsingum sem bankinn býr yfi r. • Auðveldara yrði að meta spár bankans og nota þær til að rökstyðja aðgerðir í peningamálum. Niðurlag Í þessari grein hafa verið færð rök fyrir því að Seðlabankinn ætti að stíga það skref að byggja grunnspá sína á eigin stýrivaxtaferli og birta hann opinberlega. Seðlabankinn hefur þegar breytt starfsháttum sín- um á ýmsa vegu til að gera framkvæmd peningastefnunnar gagnsærri og leitast við að haga kynningu og miðlun upplýsinga um markmið og mótun stefnunnar þannig að auðvelt eigi að vera fyrir almenning % Mynd 6 Stýrivextir og væntingar markaðsaðila í Peningamálum 2004/4-2006/31 Stýrivextir Væntingar markaðsaðila 1. Fram að Peningamálum 2005/3 eru væntingar markaðsaðila eingöngu lesnar út úr fólgnum framvirkum vöxtum en eftir það er einnig stuðst við svör greiningaraðila um þróun stýrivaxta. Heimild: Seðlabanki Íslands. 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 20062005 2007
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.