Peningamál - 01.03.2007, Side 95

Peningamál - 01.03.2007, Side 95
Tölfræðihorn Yfi rdráttarlán heimila Að undanförnu hefur verið talsverð umræða um yfirdráttarlán heimila. Í þessari grein er fjallað um þróun þeirra og reynt að varpa ljósi á hana. Í því skyni hafa verið reiknaðar ýmsar stærðir út frá stöðutölum þeirra, s.s. vaxtakostnaður og meðaltalsyfirdráttarlán á hvern einstakling í landinu. Yfi rdráttarlán heimila hafa allnokkuð verið í umræðunni undanfarna mánuði, en staða þeirra var 72 ma.kr. í lok janúar sl. samkvæmt skýrslum innlánsstofnana til Seðlabankans. Þó er það svo, eins og sjá má á mynd 1, að þau voru nánast óbreytt á árinu 2006 eftir að hafa hækkað töluvert frá árunum 2004-2005 m.v. verðlag hvers tíma. Hins vegar er hækkunin mun minni ef tölurnar eru færðar á fast verðlag m.v. febrúar 2007. Einnig vekur athygli þegar myndin er skoðuð að lítil lækkun varð á yfi rdráttarlánunum við innkomu innlánsstofnana á fasteignalánamark- aðinn á haustmánuðum 2004. Á þeim tíma voru uppi kenningar um að einstaklingar hefðu breytt yfi rdráttarlánum í stórum stíl í langtímalán, jafnvel til 40 ára, með því að taka rífl eg fasteignalán. Hins vegar var lækkun yfi rdráttarlánanna frá ágúst 2004 til ársloka aðeins 6 ma.kr. (10%) en strax í janúar 2005 fóru þau aftur að stíga upp á við. Yfi rdráttarlán eru yfi rleitt dýrasta útlánaform sem heimilunum stendur til boða hjá innlánsstofnunum. Hæstu vextir þeirra eru nú 23,95% hjá fl estum innlánsstofnunum, en þó eru ýmsir viðskiptamenn sem njóta betri kjara á þessum lánum, s.s. námsmenn og sérstakir við- skiptavinir. Hægt er út frá ofangreindum stöðutölum og vaxtaprósentu að reikna vaxtakostnað heimilanna af þessum lánum. Einn varnagla verður þó að slá við slíka útreikninga. Í stöðutölum um yfi rdráttarlán í lok mánaðar eru innifaldar kreditkortaskuldir frá síð- asta úttektartímabili, þ.e.a.s. skuldir á þeim kortum sem gefi n eru út af innlánsstofnunum en ekki kortafyrirtækjunum sjálfum. Heildarvelta á kreditkortum á úttektartímabilinu desember til janúar var tæpir 25 ma.kr., svo að dæmi sé tekið. Þegar dregin hefur verið frá þeirri tölu velta á fyrirtækjakortum, raðgreiðslur sem eru vaxtaberandi, svo og skuldir á kreditkortum útgefnum af kortafyrirtækjunum eru óvaxta- berandi kreditkortaskuldir heimila sem innifaldar eru í yfi rdráttarlánum nálægt 17 ma.kr. Þannig er rétt og skylt að draga ofangreindar óvaxtaberandi upp- hæðir frá yfi rdráttarlánunum áður en þau eru vaxtareiknuð. Vaxta- greiðslur heimilanna vegna yfi rdráttarskulda í janúarmánuði sl. yrðu samkvæmt þeirri aðferð 1.097 m.kr. í stað 1.437 m.kr. ef heildartala á yfi rdráttarlánum væri notuð sem grunnur. Þar munar því 340 m.kr. í vaxtakostnaði. Í báðum tilfellum er notuð hæsta vaxtaprósenta á yfi rdráttarlánum, 23,95%. Ef yfi rdráttarlánunum væri skipt niður á alla Íslendinga 18 ára og eldri (228.203 talsins í árslok 2006 skv. tölum Hagstofu Íslands) kæmi í Mynd 1 Yfirdráttarlán heimila desember 2003 - janúar 2007 Staða í lok mánaðar Heimild: Seðlabanki Íslands. Á verðlagi hvers tíma Á föstu verðlagi 50 55 60 65 70 75 80 85 200620052004 Ma.kr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.