Peningamál - 01.07.2007, Page 14

Peningamál - 01.07.2007, Page 14
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 14 næsta árs og fara lækkandi árin 2008 og 2009. Ýmsir greiningarað- ilar telja að áframhaldandi sterkur vöxtur eftirspurnar á sama tíma og dregur úr vexti álframleiðslu í Kína muni valda því að verðið taki að hækka á ný árið 2010. Í þjóðhagsspánni nú er reiknað með að álverð í ár verði að meðaltali um 10% hærra en á árinu 2006 en lækki um 3½% 2008 og um 3% árið 2009. Í þjóðhagsspá sem birt var í síðasta hefti Peningamála var hins vegar gert ráð fyrir mun meiri verðlækkun á árunum 2008 og 2009 eða um 25% hvort ár í samræmi við nýj- ustu framvirk verð á þeim tíma. Viðskiptakjörin munu því ekki versna í þeim mæli sem þá var spáð. Í stað talsvert versnandi viðskiptakjara á þessu ári og næstu tveimur árum er nú í stórum dráttum gert ráð fyrir óbreyttum viðskiptakjörum vöru- og þjónustuviðskipta á spá- tímabilinu.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.