Peningamál - 01.07.2007, Qupperneq 23

Peningamál - 01.07.2007, Qupperneq 23
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 23 vexti. Samdráttur innlendrar eftirspurnar er mun minni en í marsspánni en á móti kemur að framlag utanríkisviðskipta er töluvert neikvæðara. Vöxtur útflutnings er um sjö prósentum minni og samdráttur inn- flutnings er litlu minni. Meiri samdráttur landsframleiðslu árið 2009 en spáð var í mars, eða 1,4% á móti 1%, skýrist af meiri samdrætti innlendrar eftirspurnar. Samdráttur landsframleiðslunnar á árinu 2009 verður fyrir vikið meiri þótt framlag utanríkisviðskipta sé jákvæðara en í síðustu spá. Slaki myndast hálfu ári fyrr en í síðustu spá Samkvæmt spánni hefur framleiðsla u.þ.b. aðlagast framleiðslugetu á fyrri hluta næsta árs, eða hálfu ári fyrr en í síðustu spá. Lakari hag- vaxtarhorfur og endurskoðun á framleiðslugetu flýta fyrir hjöðnun framleiðsluspennunnar. Lækkun afskriftahlutfalls fjármagnsstofnsins frá síðustu spá er jákvæð fyrir stærð og vöxt framleiðslugetunnar og stuðlar að lækkun framleiðsluspennu. Lækkun metinnar framleiðslu- spennu úr 1% í 0,4% af framleiðslugetu í ár skýrist þó nær eingöngu af minni hagvexti en spáð var í mars. Á næsta ári er gert ráð fyrir 0,7% slaka, samanborið við 0,3% spennu í síðustu spá. Hér skiptir endurmat á framleiðslugetu þjóðarbúsins meira máli enda hagvaxt- arhorfur nánast óbreyttar, eins og áður segir. Á árinu 2009 leggjast aukin framleiðslugeta og minni hagvöxtur en í síðustu spá á eitt og mat á framleiðsluspennu lækkar í um 3½% slaka. Slakinn nær hámarki í lok spátímans en tekur að minnka aftur á öðrum fjórðungi 2010. Fyrir hverja útgáfu Peningamála gerir Seðlabankinn könnun á mati sérfræðinga á horfum í efnahagsmálum. Könnunin var gerð um miðjan júní og voru þátttakendur greiningardeildir Glitnis hf., Kaup- þings hf. og Landsbanka Íslands hf. Helstu breytingar frá spá sömu aðila í mars sl. eru að þeir spá meiri verðbólgu og minni hagvexti á þessu ári. Að ári liðnu búast þeir við sterkara gengi krónunnar, hærri stýrivöxtum og meiri hækkun fasteignaverðs en í síðustu spá. Verri verðbólguhorfur til skamms tíma Verðbólguhorfur til skamms tíma hafa versnað frá síðustu könnun í mars. Sérfræðingarnir spá að verðbólga verði 4,4% milli ársmeðal- tala 2006 og 2007, sem er svipað og í grunnspá Seðlabankans. Í grunnspánni er hins vegar gert ráð fyrir að undirliggjandi verðbólga verði rúmlega 6% á þessu ári.1 Meðalspá sérfræðinga greiningar- deilda um verðbólgu milli ársmeðaltala 2007 og 2008 er svipuð spá þeirra fyrir síðustu útgáfu Peningamála eða 3,6%. Flestir búast við því að verðbólga verði nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabankans á árinu 2009 og meðalspáin um verðbólgu milli ársmeðaltala 2008 og 2009 er 3%. Verðbólga lækkar hraðar í grunnspá Seðlabankans enda gert ráð fyrir nokkru hærri stýrivöxtum á næsta ári og verðbólga því nálægt markmiði í lok ársins 2008. Hagvöxtur glæðist á næsta ári Sérfræðingarnir reikna með töluvert minni hagvexti á þessu ári en í síðustu könnun og hljóðar meðalspáin upp á 1,3% hagvöxt. Í grunnspá Seðlabankans er hins vegar búist við hraðari aðlögun efnahagslífsins og hagvöxtur því einungis 0,2%. Einn svarenda telur Rammagrein IV-1 Könnun á mati sérfræðinga á fjármálamarkaði á horfum í efnahagsmálum 1. Miðað við vísitölu neysluverðs án áhrifa lækkunar virðisaukaskatts. 1. Spá Seðlabankans 2007-2009. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-10 Hagvöxtur 1999-20091 -2 0 2 4 6 8 ‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99 1. Spá Seðlabankans 2007-2009. Heimild: Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Mynd IV-11 Framleiðsluspenna 1999-20091 -4 -2 0 2 4 6 ‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.