Peningamál - 01.07.2007, Qupperneq 30

Peningamál - 01.07.2007, Qupperneq 30
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 30 5 ma.kr. Hafa ber í huga að brúttóskuldir íslenska þjóðarbúsins eru töluvert meiri en brúttóeignirnar erlendis. Munar þar um 1.283 ma.kr. Tölurnar bera því með sér að mikil umskipti hafi orðið í ávöxtun eignastofnanna. Mest aukning var í ávöxtun hlutafjár, sem var um 35 ma.kr. á síðasta ársfjórðungi 2006, en tæplega 65 ma.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2007. Ávöxtunin var að mestu leyti fólgin í s.k. ,,endur- fjárfestum hagnaði”, sem var tæplega 61 ma.kr. og má að stórum hluta rekja til mikils hagnaðar eins fyrirtækis þar sem Íslendingar eiga stóran hlut. Erfitt er að spá þróun þáttatekna næstu ársfjórðunga í ljósi þess hversu stór hluti þeirra er fólginn í ávöxtun beinnar erlendrar fjár- munaeignar. Þessi ávöxtun er háð rekstrarafkomu þeirra fyrirtækja sem innlendir aðilar fjárfesta í erlendis. Að sama skapi eru stórir eign- arhlutir í innlendum fyrirtækjum í eigu erlendra eignarhaldsfélaga. Góð afkoma þessara fyrirtækja getur því haft neikvæð áhrif á viðskiptahall- ann í gegnum jöfnuð þáttatekna.2 Hrein erlend staða batnaði lítils háttar milli ársfjórðunga Hrein staða þjóðarbúsins við útlönd var neikvæð um 1.283 ma.kr. í lok fyrsta ársfjórðungs 2007 og hefur batnað um 114 ma.kr. frá því í lok árs 2006. Bæði erlendar eignir og skuldir þjóðarbúsins jukust talsvert á tímabilinu, en eins og breytingin á hreinni erlendri stöðu ber með sér jókst verðmæti erlendra eigna umfram skuldir. Þessa aukningu má þó að mestu leyti rekja til styrkingar á gengi krónunnar. Horfur um þróun viðskiptahalla svipaðar og í fyrri spá Í ljósi minni viðskiptahalla á fyrsta ársfjórðungi, vegna óreglulegra þátta í vöruviðskiptum og óvænts samdráttar á jöfnuði þáttatekna, er spáin fyrir viðskiptahalla á þessu ári heldur lægri en í fyrri spá. Lausleg áætlun miðað við meðalávöxtun eignastofna bendir þvert á móti til að veruleg hætta sé á verri niðurstöðu. Spáin fyrir næsta ár er hins vegar í stórum dráttum óbreytt en spáð er nokkru minni viðskiptahalla árið 2009 en síðast vegna betri horfa um þróun viðskiptakjara. 2. Nánar er fjallað um þetta efni í grein eftir þá Daníel Svavarsson og Pétur Ö. Sigurðsson í þessu hefti Peningamála.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.