Peningamál - 01.07.2007, Side 32

Peningamál - 01.07.2007, Side 32
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 32 Rammagrein VIII-1 Mat á undirliggjandi verðbólgu Verðbólgumarkmið Seðlabankans er að hækkun vísitölu neysluverðs yfi r tólf mánuði sé að jafnaði því sem næst 2½%. Til að ná þessu markmiði þarf bankinn að horfa til framtíðar. Þótt verðbólga sl. tólf mánuði hafi verið 2½% breytir það litlu ef skriðþungi verðbreytinga í efnahagslífi nu leiðir til mun meiri verðbólgu á næstu tólf mánuðum. Seðlabankinn reynir því að greina tímabundna og tilviljunarkennda þætti liðinnar verðbólgu frá þeim þáttum sem eru vísbending um framtíðina og oft nefndir undirliggjandi verðbólga.1 Þegar lagt er mat á undirliggjandi verðbólgu er leitast við að ein- angra verðbreytingar sem endurspegla sveifl ukennda og tíma bundna þætti, t.d. breytingar á óbeinum sköttum, framboðshnykki eða breyt- ingar á verðhlutföllum. Seðlabankar telja oftast óþarft að bregðast við fyrstu umferðar áhrifum slíkra verðbreytinga þótt þær leiði til tíma- bundinna frávika frá markmiði. Við vissar aðstæður geta tímabundn- ar sveifl ur þó haft langvarandi áhrif sem bregðast þarf við. Mælikvarðar á kjarnaverðbólgu Hagstofa Íslands birtir mánaðarlega tvær kjarnavísitölur samhliða birtingu vísitölu neysluverðs. Kjarnavísitölurnar eru byggðar á sama grunni og vísitala neysluverðs en í kjarnavísitölu 1 er undanskilið verð grænmetis, ávaxta, búvöru og bensíns og í kjarnavísitölu 2 til viðbótar verð opinberrar þjónustu. Þessir undirliðir eru sumir mjög sveifl ukenndir, verð þeirra er ákvarðað á alþjóðlegum mörkuðum eða háð opinberum ákvörðunum og því meira eða minna utan áhrifasviðs peningastefnunnar. Breytingar á óbeinum sköttum og niðurgreiðslum hafa áhrif á verðlag á þeim tíma sem breytingin á sér stað. Þær hafa einnig tíma bundin áhrif á mælda verðbólgu. Hins vegar þurfa þær ekki að breyta skriðþunga verðbreytinga í hagkerfi nu og eru því ekki vísbending um að verðbólgan hafi breyst til frambúðar. Í mars sl. lækkuðu stjórnvöld virðisaukaskatt og vörugjöld á ýmsar vörur og þjónustu í því skyni að lækka matvöruverð. Hagstofa Íslands hóf af þessu tilefni að birta vísitölu án beinna áhrifa lækkunar óbeinna skatta, þar sem virðisaukaskatti er haldið föstum eins og hann var í febrúar sl. Vísitalan verður mikilvægur mælikvarði á undirliggjandi verðbólguþrýsting þangað til að bein áhrif skattalækkunarinnar fjara út í mars árið 2008. Önnur vísbending um undir liggjandi verðbólgu er kjarnaverðbólga án áhrifa lækkunar óbeinna skatta sem sýnir almenna verðbólguþróun þegar horft er fram hjá sveifl ukenndum undirliðum og ákvörðunum hins opinbera.2 Töluverður munur á mældri og undirliggjandi verðbólgu Þegar áhrifa lækkunar óbeinna skatta gætti í mars lækkaði vísitala neysluverðs um 0,3% og tólf mánaða verðbólga úr 7,4% í 5,9%.3 Vísitalan án áhrifa skattalækkunarinnar hækkaði hins vegar um 1,4% vegna mikils undirliggjandi verðbólguþrýstings. Vegna þessa hefur myndast töluverður munur á tólf mánaða mældri verðbólgu og mælikvarða á undirliggjandi verðbólgu þar sem horft er fram hjá áhrifum skattabreytinga. Í júní var mæld verðbólga 4% og hafði ekki verið lægri síðan í ágúst árið 2005. Án áhrifa skattalækkunarinnar var verðbólga hins vegar 5,8% eftir að hafa lækkað úr 7,7% í mars. Enn meiri munur er milli mældrar verðbólgu og kjarnaverðbólgu án 1. Um þessi mál er fjallað í grein Þórarins G. Péturssonar (2002) „Mat á kjarnaverðbólgu og notkun við mótun peningastefnunnar“, Peningamál 2002/4, bls. 52-61, og í grein- inni „Nýr rammi peningastefnunnar“, Peningamál 2001/2, bls. 39-44. 2. Ýmsar aðrar aðferðir eru notaðar við mat á undirliggjandi verðbólgu. Þar má nefna tölfræði- legar aðferðir líkt og klippt meðaltal (e. trimmed mean) og notkun margvíðra tímaraðalíkana. Einnig er algeng nálgun að minnka vægi þeirra undirliða sem sveiflast mikið á grundvelli sögulegra staðalfrávika. Sjá nánar í grein Þórarins G. Péturssonar (2002) „Mat á kjarnaverð- bólgu og notkun við mótun peningastefnunnar“, Peningamál 2002/4, bls. 52-61. 3. Verð á mat- og drykkjarvöru lækkaði um 7,4%, verð á veitingum um 3,2%, verð á almennri þjónustu um 0,6% og verð á opinberri þjónustu um 0,9%. Mynd 1 Kjarnaverðbólga með og án skattaáhrifa janúar 2001 - júní 20071 0 2 4 6 8 10 12 2007200620052004200320022001 12 mánaða breyting vísitölu (%) 1. Miðað er við kjarnavísitölu 2 sem undanskilur búvöru, ávexti, grænmeti, bensín og opinbera þjónustu. Heimild: Hagstofa Íslands. Án skattaáhrifa Með skattaáhrifum

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.