Peningamál - 01.07.2007, Qupperneq 36

Peningamál - 01.07.2007, Qupperneq 36
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 36 myndi stuðla að auknum kaupmætti ráðstöfunartekna og draga úr aðhaldi ríkis fjármála að öðru óbreyttu á sama tíma og meginverk- efni hagstjórnar væri að draga úr innlendum eftirspurnarþrýstingi. Jafnframt var lögð áhersla á að við ákvarðanir í peningamálum yrði horft framhjá beinum tímabundnum áhrifum skattalækkunarinnar á mælda verðbólgu. Eins og mynd IX-2 sýnir mun verðbólga án beinna áhrifa lækk- unar neysluskatta lækka hægar en mæld verðbólga. Spáð er að verð- bólga án beinna skattaáhrifa verði um 5½% á síðasta fjórðungi þessa árs en mæld verðbólga 3½%. Verðbólga án skattaáhrifa verður meiri en að þeim meðtöldum fram á annan fjórðung næsta árs, þegar bein áhrif skattalækkunarinnar hverfa úr mældri tólf mánaða verðbólgu. Mæld og undirliggjandi verðbólga verður í nánd við markmið bank- ans seint á næsta ári, en markmiðið næst ekki fyllilega fyrr en á fyrri hluta ársins 2009. Mikil óvissa ríkir um efnahagsframvinduna Mat á efnahagshorfum til næstu þriggja ára byggja sérfræðingar bankans á haglíkönum ásamt mati á þáttum sem haft gætu áhrif á þjóðarbúskapinn. Slíkt mat er ævinlega háð mikilli óvissu, sérstaklega þegar ójafnvægi er óvenju mikið og því fátt um sögulegar hliðstæður eða sambærilegar aðstæður í öðrum löndum til að miða við. Eins og fram kemur í töflu IX-1 eru helstu óvissuþættir spárinnar í meginatriðum þeir sömu og áður. Eins og í fyrri spám er talin hætta á að gengi krónunnar lækki, enda raungengi hátt, erlendir vextir fara hækkandi og fjár mögn unar þörf vegna viðskiptahalla mikil (sjá nánar í rammagrein IX-2). Verðbólguhorfur gætu einnig versnað ef slaki í opinberum fjármálum verður meiri en gert er ráð fyrir í grunnspánni og ef teknar yrðu ákvarðanir um enn frekari stóriðjuframkvæmdir á spátímanum. Í grunnspánni er ekki gert ráð fyrir nýjum framkvæmdum við ál- og orkuver á spátímanum (sjá nánar í rammagrein IX-2). Á móti kemur að lækkun eignaverðs og hraðari miðlun peningastefnunnar gætu dregið úr verðbólguþrýstingi miðað við grunnspána. Einnig er hugsanlegt að áhrif hraðari gengislækkunar á verðbólgu verði minni en söguleg fordæmi gefa til kynna, takist að draga nógu hratt úr ofþenslunni og skapa verðbólguvæntingum trúverðuga kjölfestu. Þótt hækkun alþjóðlegra vaxta stuðli að gengislækkun krónunnar og auki verðbólgu til skamms tíma myndi hækkunin einnig stuðla að hækkun innlendra vaxta. Til lengri tíma litið mun hún því fela í sér aðhald sem dregur úr framleiðsluspennu og verðbólgu. Einnig er nokkur hætta á að launahækkanir í komandi kjarasamningum séu vanmetnar, þótt innflutningur erlends vinnuafls dragi nokkuð úr spennunni. Áfram meiri líkur á að verðbólgu sé vanspáð en að henni sé ofspáð ... Við mat á efnahagshorfum og ákvörðun stýrivaxta ber að taka tillit til óvissumats grunnspárinnar ekki síður en grunnferilsins sjálfs. Frá- viksdæmi eru notuð til að varpa ljósi á mikilvægustu áhættuþættina, en að auki er lagt mat á aðra ósamhverfa óvissuþætti. Mynd IX-3 sýnir óvissubil gengisspárinnar. Í ljósi mats á áhættu- þáttum spárinnar í töflu IX-1 er líkindadreifing gengisspárinnar skekkt Mynd IX-2 Verðbólga með og án áhrifa óbeinna skatta % Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Grunnspá Verðbólguspá án beinna áhrifa lækkunar óbeinna skatta Verðbólgumarkmið 1 2 3 4 5 6 7 8 9 ‘102009200820072006
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.