Peningamál - 01.07.2007, Síða 56

Peningamál - 01.07.2007, Síða 56
ERLEND STAÐA ÞJÓÐARBÚSINS OG ÞÁTTATEKJUR P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 56 Álitamál við skráningu utanríkisviðskipta Mat á greiðslujöfnuði og erlendri stöðu þjóðarbúsins byggist á alþjóð- legum stöðlum. Aukin alþjóðavæðing og gríðarleg aukning í fjármagns- fl æði milli landa hefur gert öfl un upplýsinga frá mörgum ólíkum aðilum erfi ða og úrvinnslu þeirra tímafreka. Því getur í mörgum tilvikum verið erfi tt að uppfylla hina alþjóðlegu staðla. Undanfarin misseri hefur átt sér stað töluverð umræða um þessa staðla og þeir verið gagnrýndir. Hefur í þessu sambandi verið bent á að það geti skapað talsvert misræmi ef vægi beinnar fjárfestingar annars vegar og verðbréfafjárfestingar hins vegar er mismunandi eftir löndum. Hinar mismunandi aðferðir sem notaðar eru við mat á framangreindri fjárfestingu hafa töluverð áhrif á þáttatekjujöfnuðinn en nánar verður greint frá þeim síðar. Hér á eftir er meðal annars fjallað um álitamál sem komið hafa upp víða erlendis, t.d. í Bandaríkjunum, Bretlandi, Svíþjóð og Nýja-Sjálandi. Raktar eru niðurstöður helstu rannsókna á þessu sviði og gerð grein fyrir ólíkum sjónarmiðum sem að baki liggja. Mikill viðskiptahalli í Bandaríkjunum, hrein erlend staða talsvert neikvæð en jöfnuður þáttatekna jákvæður Bandaríkin hafa um árabil búið við mikinn og vaxandi halla á við- skiptajöfnuði sínum. Bráðabirgðatölur benda til þess að hallinn á árinu 2006 verði rífl ega 6,5% af VLF (sjá mynd 2). Þrátt fyrir að þetta virðist hófl egur halli á íslenskan mælikvarða eru áhrif viðskiptahalla af þess- ari stærð hjá mesta efnahagsveldi heims nokkurt áhyggjuefni. Skiptar skoðanir eru um sjálfbærni viðskiptahallans í Bandaríkjunum. Sumir telja að hann geti haldið áfram að vaxa án teljandi vandræða fyrir bandarískt efnahagslíf þrátt fyrir að viðvarandi viðskiptahalli í Banda- ríkjunum hafi leitt til mikillar erlendrar skuldasöfnunar. Bent er á að þrátt fyrir hallarekstur hafi jöfnuður þáttatekna í Bandaríkjunum að jafnaði verið jákvæður síðustu árin.2 Hagfræðingar eru sammála um að hluta skýringarinnar sé að fi nna í ólíkum aðferðum við mat mismun- andi fjárfestingarliða. Er þá einna helst horft til mismunandi aðferða við mat á beinni fjárfestingu og verðbréfafjárfestingu. Á meðan sumir telja, líkt og algengt er hér á landi, að misræmið stafi af vanmati eigna, telja aðrir að útgjöldin séu vanmetin. Þótt aðstæður hér á landi séu á margan hátt ólíkar þeim vandamálum sem verið er að fást við vestan - hafs má efl aust draga af þeim nokkurn lærdóm. Umræðan um viðskiptahalla Bandaríkjanna hefur meðal annars beinst að ávöxtun af beinni fjárfestingu, en opinberar hagtölur benda til þess að bein fjárfesting Bandaríkjamanna erlendis skili rúmlega tvöfalt meiri ávöxtun en bein fjárfesting erlendra aðila í Bandaríkjunum (Gros 2006). Marktækan mun er hins vegar ekki að sjá á öðrum eignafl okk- um. Eins og fram hefur komið fyrr í þessari grein er ávöxtun beinnar fjárfestingar tvíþætt. Annars vegar er um að ræða útgreiddan arð til hluthafanna og hins vegar svokallaðan endurfjárfestan hagnað. Við nánari athugun kemur í ljós að ávöxtun í formi arðgreiðslna er svipuð af beinni erlendri fjárfestingu Bandaríkjanna og af beinni fjárfestingu 2. Heildarávöxtun af erlendum eignum Bandaríkjamanna var 5,3% á fyrri helmingi ársins 2006 en aðeins 4,3% af eignum erlendra aðila í Bandaríkjunum (Higgins, Klitgaard og Tille 2006). Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Lane & Ferretti (2006). Mynd 2 Hrein erlend staða og viðskiptajöfnuður Bandaríkjanna Árlegar tölur 1980-2005 % af VLF Hrein erlend staða (v. ás) Hrein erlend skuldastaða (v. ás) Viðskiptahalli (h. ás) % af VLF -35 -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 -7 -6 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 ‘04‘01‘98‘95‘92‘89‘86‘83‘80
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.