Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 7

Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 7
GLÓÐAFEYKIR 7 Einnig hefur K. S. nýtekið í notkun kornmyllu til mölunar á maís og byggi. Kaupfélagið hefur á hendi um 80—90% af allri fóðurvöru- sölu í héraðinu. Fóðurvörurnar eru ágóðaskyldar. Fasteignir. Fasteignir félagsins eru um 35 að tölu, og sumar mjög verðmætar. Þessar eignir eru bókfærðar á kr. 85,8 milljónir, samkv. nýja fast- eignamatinu. Yélar, tæki, bílar o. þ. h. er bókfært á kr. 18 milljónir. Sauðfjárslá trun. Kaupfélag Skagfirðinga slátraði á síðasta hausti á þrennir stöðum, Sauðárkróki, Hofsósi og Haganesvík. Alls var slátrað 43. 395 kindum, og var heildar kjötinnlegg um 650 tonn. Að auki var slátrað um 500 nautgripum og 280 hrossum og folöldum. F.ndanlegt verð á kinda- kjöti til innleggjenda var kr. 2,13 pr. kg umfram verðlagsgrund- vallarverð, eftir hækkun grundvallarverðsins frá 1. marz 1971. Sláturhús. Gert er ráð fyrir, að K. S. hefji á þessu ári byggingu á nýju slátur- húsi, er hafi möguleika á slátrun á 3.000 kindum á dag, auk 40 naut- gripa. Að auki verður ráðizt í verulega stækkun á frystirúsi félagsins. Gert er ráð fyrir, að nýja sláturhúsið taki til starfa haustið 1973. Höf uðstöðvar fyrir K. S. Starfsemi félagsins hefur verið rekin í nokkuð dreifðum einingum og hefur því verið sótt fast á, að reyna að sameina sem flestar rekstrar- einingar, og í því sambandi er beðið eftir afgreiðslu bæjarstjórnar Sauðárkróksbæjar á umsókn K. S. um 8.000—10.000 m2 lóð norðan Mjólkursamlags, við Skagfirðingabraut. I því húsnæði er þar yrði reist, er gert ráð fyrir að sameina sem flestar verzlanir félagsins, og að auki flytja skrifstofurnar í þetta nýja hús. Þessi bygging er mjög aðkallandi fyrir kaupfélagið, þar sem félagið er með mjög óhægan rekstur í mörgum sínum húsum, og skrifstofur félagsins búa við alls ófullnægjandi aðstöðu. Það er einlæg ósk og von forráðamanna K. S., að bæjarstjórn Sauð- árkróksbæjar úthluti umræddri lóð til félagsins nú innan skamms, svo hægt verði að hefjast handa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.