Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 64

Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 64
64 GLOÐAFEYKIR ísak Jónsson var meðalmaður á vöxt og vel farinn allur. Hann var tiltakanlega hvatur og snöggur í hreyfingum, áhlaupamaður við öll störf. „Þó að Isak hefði verið öðrum mönnum líkur, myndi íslenzk kennarastétt, starf og dagfar í íslenzkum skólum, hafa tekið drjúgan svip af honurn eftir svo langa vist á fósturheimili íslenzkra kennara. En Isak var ekki öðrum mönnum líkur. Þeir eru miklir persónuleikar, sem ólíkir eru öðrum mönnum á betri veg. ísak var e.'nn þeirra .... ísak var hamhleypa til verka, og það var hóflítil ástríða hans að ljúka hverju veki á réttri stund og réttum stað. Því var hann kröfuharður við sjálfan sig og aðra um sérhvert verk. Hann var skapmikill og stjórnsamur, og honum var lagið að skipuleggja jafnt einstök verk sem heila stofnun af nákvæmni og framsýni. — Hann var einlægur, hreinn, drengilegur og hreinskiptinn við hvern sem var að eiga. Við fyrstu atlögu gat hann verið óvæginn og ein- ráður, en var, þegar á reyndi, flestum mönnum fúsari til að leita hins bezta hlutar hverjum manni til handa, öruggur, úrræðagóður og skjótráður“. (Dr. Broddi Jóh.) Guðrún Guðmundsdóttir, ráðsk. í Litluhlíð í Vesturdal, lézt þ. 3. des. 1963. Hún var fædd í Héraðsdal 16. maí 1920, dóttir Guðmundar bónda í Stapa o. v., Jónssonar, og konu hans Ingi- bjargar Jónsdóttur. (Sjá þátt um Guðmund í Glóðaf. 1970, 12. h„ bls7 44). Guðrún mun hafa alizt upp með foreldr- um sínum, fyrst á ýmsum bæjum í Akra- hreppi og síðan á Sauðárkróki. LTm 1940 giftist hún frænda sínum, Jóni, syni Jóns á Hofi í Vesturdal, Guðmundssonar, og sam- býliskonu hans Soffíu Jónsdóttur, en hún var systir Guðmundar, fijður Guðrúnar. — (Sjá þátt um Jón á Hofi í Glóðaf. 1970, 11. h„ bls. 66). Reistu þau nýbýlið Hofs- völlu í landi Hofs árið 1944 og bjuggu þar til 1953, er þau slitu samvistum. Eftir það réðst Guðrún ráðskona til Olafs bónda Guðmundssonar í Litluhlíð í 'NAsturdal og átti þar heima til æviloka. Þau hjón, Guðrún og Jón, átti ekki börn, er upp kæmust. Guðrún Guðmundsdóttir var í meðallagi há og þó naumlega, þrekvaxin, þeldökk, vel farin í andliti og snotur ásýndum. Hún var Guðrún Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.