Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 71

Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 71
GLOÐAFEYKIR 71 1918 og bjó þar til æviloka. Hann var góður bóndi, ræktaði tún all- mikið, kom upp, í félagi við Áma bróður sinn, rafstöð til heimilis- nota og leiddi til þess vatn um langan veg. Hann hafði mikið yndi af hestum, enda hestamaður góður og tamningamaður. Arið 1938 gekk Benedikt að eiga Margréti Benediktsdóttur söðla- smiðs og bónda á Fjalli í Sæmundarhlíð, Sigurðssonar söðlasmiðs og bónda á Stóra-Vatnsskarði, Benediktssonar prests á Melnm í Mela- sveit, Jónassonar próf. á Höskuldsstöðum, Benediktssonar, en kona Benedikts á Fjalli og móðir Margrétar var Sigurlaug Signrðardóttir bónda á St.-Vatnsskarði, Bjarnasonar.* Sambúð Þeirra Benedikts og Margrétar varð skammvinn, því að hún andaðist 1942. Þau eign- uðust 2 sonu: Benedikt, bónda á Vatnsskarði og Grétar, bifvélavirkja á Akureyri. Dóttur eignaðist Benedikt áður en hann kvæntist, Elsu, húsfr. í Keflavík suður; móðir hennar var Þórdís Jensdóttir. Benedikt á Vatnsskarði var naumlega meðalmaður á velli, vel vaxinn, andlitsfríður. Hann var prúðmenni mesta og mikill snyrti- maður, greindur í betra lagi, orðstilltur, skilgóður maður og skrum- laus, vinsæll og vel metinn. Hann gat verið þykkjuþungur, hélt sínum hlut með hægð og festu; alvörumaður að eðli, en gæddur hlýrri og hávaðalausri glaðværð í hópi vina og kunningja. Hann var hlédrægur og vatt sér undan opinberum störfum, sat þó í hrepps- nefnd um nokkurra ára bil. Á Vatnsskarði var mikið myndarheimili. Foreldrar Benedikts og þeirra systkina voru höfðingshjón. annáluð fyrir gestrisni. Þar var gott að koma og þangað heim varð tíðförult þeim, er áttu leið um fjölfarinn veg milli sýslna áður en bílaöld gekk í garð. Systkinin á \7atnsskarði létu ekki merkið niður falla. Guðrún Jóhannsdóttir, húsfr. í Vallanesi í Hólmi, lézt þ. 7. októ- ber 1964. — Hún var fædd að Syðri-Húsabakka í Seyluhreppi 9. marz 1898, dóttir Jóhanns bónda þar Sigfússonar og konu hans Soffíu Ólafsdóttur. Var Guðrún alsystir Sigfúsar, sjá Glóðaf. 1967, 6. h„ bls. 42. Cruðriin ólst upp með foreldrum sínum í stórum systkinahópi. Bjuggu þau á ýmsum stöðum: Húsabakka, Halldórsstöðum á Lang- holti og Eggjarseli á Borgareyju, en lengst á Torfustöðum í Svartár- dal vestur. Árið 1918 gekk hún að eiga Valdimar bónda í Vallanesi Guðmundsson, bónda í Ytra-Vallholti, Sigurðssonar bónda á Mið- * Sigurlaug er enn á lífi, 1972, f. 5. jan. 1878.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.