Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 12
12
GLOÐAFEYKIR
víxlum, í verðbréfum og óinnheimt í deildum við lokun sjóðs um
14 millj. kr. Slíkt má ekki endurtaka sig og er raunar áhyggjuefui;
eru ýmsar orsakir hér að baki. Viðskiptamannaskuldir eru alls 43,7
millj. kr.
Eigið fé er um 127,6 millj. kr. eða um 30%. Heildarfjármagn í
bönkum, sparisjóðum og innlánsdeildum í Skagafirði var í árslok
1970 222,6 millj. kr. Þá var í Innlánsdeild K. S. 52,8 millj. eða 24%
af innstæðufé í héraðinu. Innstæður í viðskiptareikningum eru hér
ekki meðtaldar. Miðað við landið allt fer sparifjárankningin að
mestu í banka og sparisjóði eða hlutfallslega þrisvar sinnum meira
en í innlánsdeildir. Þetta kann að stafa af breyttum viðskiptahátt-
um. Nauðsynlegt er, að innlánsdeildir fái réttindi til útgáfu ávís-
ana og tékkhefta; verður það að teljast hagkvæmt og nauðs>nlegt í
nútímaviðskiptum. \'ið það geta einnig sparast nótuskriftir í sölu-
búðum. — Hlutur K. S. í sparifjáraukningunni er ekki óeðlilegnr
miðað við innstæðufjármagn í héraðinu. Bundið fé í Seðlabanka ís-
lands er 12,6 millj. kr.
Hagur félagsins út á við hefur batnað. Innieign hjá SÍS og dóttur-
fyrirtækjum er 49,4 millj. og í bönkum um 28 millj. kr. Stofnsjóður
í SÍS og dótturfyrirtækjum er 9,5 milljónir. Hagur félagsins er góð-
ur, starfsemin hefur gengið áfallalaust og vmislegt verið gert til hag-
ræðingar og sparnaðar. Kaupfélagið seldi Fiskiðjuuni verksmiðjurn-
ar á Sauðárkróki og Hofsósi fyrir 14 millj. króna \rið það hækkar
hlutafé í Fiskiðjunni í 10,1 millj. kr. og hlutabr.eign félagsins verður
kr. 13.303.300,00. Þessi breyting er hagkvæm á ýmsan liátt. K. S.
og Fiskiðjan eiga 2 millj. kr. í Útgerðarfélagi Skagfirðinga.
Fiskiðjan á séreignasjóð í Sjávarafurðadeild SÍS kr. 2.433.294,20,
og hlutabréf í Iceland Products, Inc. Pa., USA, kr. 995.896. Þetta
eru nokkurs konar fjárfestingarsjóðir, sem Fiskiðjan leggur fram til
heildarrekstrar Sjávarafurðadeildar.
Tekjuafgangur Fiskiðjunnar er tæpar 3 rnillj. kr. og stafar af verð-
hækkunum, eins og áður var fram tekið — auk hagkvæmrar aðstöðu
hjá K. S.
Slátrað var á vegum félagsins á Sauðárkróki, í Hofsósi og Haganes-
vík 43.395 kindum; kjötmagn rúml. 600 tonn. Lógað var um 500
nautgripum, kjötmagn tæp 52 tonn og hrossakjöt um 22 tonu. Inn-
vegin mjólk var 7.772.948 kg, og er það 7.718% aukning frá f. á.
Samtals fengu bændur greitt fyrir landbúnaðarafurðir 200 millj.
króna tæplega; er það 12,3% hækkun frá f. á. Enn sem fyrr var
bændum greitt mun meira fyrir flestar afurðir en grundvallarverði