Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 67
GLOÐAFEYKIR
67
festa. Hann var gleðimaður og bjartsýnn, unni sól og sumri, batt
aldrei sjónir við dökkvaðan himin né dimman vetur. Fyrir bví var
jafnan bjart í kringum hann. Heimilisfaðir var hann góður, ljúfur
og hlýr í sambúð, skyldurækinn og trúr í öllu starfi, ávann hér hlýj-
an hug samferðamanna.
Helgi Einarsson, sjómaður á Sauðárkróki, lézt 9. marz 1964. Hann
var fæddur á Bakka á Akranesi 2. maí 1912, sonur Einars útvegs-
bónda og skipstjóra þar, Ingjaldssonar, og konu hans Halldóru
Helgadóttur. — Helgi ólst upp með foreldr-
um sínum þar á Bakka. \Tandist snemma
sjósókn, tók ungur við formennsku á báti,
sem faðir hans átti, og var með þann bát í
mörg ár, m. a. á síldveiðum hér nyrðra. —
Hann fluttist til Sauðárkróks árið 1945 og
átti þar heima til æviloka. Stundaði jafnan
sjóinn, lengstum þó á annarra fari; var
góður sjómaður og eftirsóttur.
Árið 1944 kvæntist Helgi Sigríði Ög-
mundsdóttur söðlasmiðs á Sauðárkróki,
Magnússonar bónda á Brandaskarði í Skaga- Helgi Einarsson
hreppi Ögmundssonar bónda þar, Jóns-
sonar og konu hans Kristínar Pálsdóttur. Börn þeirra eru 5: Ög-
mundur, háskólastúdent, Halldóra, húsfr. í Litladal í Dalsplássi,
Kristin, hjúkrunarnemi, Einar, iðnnemi og Magnús Halldór, ungur
sveinn.
Helgi Einarsson var meðalmaður vexti, bjartur á yfirbragð, föl-
leitur, stillilegur og hægur í framgöngu, óhlutdeilinn og prúður í
háttum. Hann var vel gefinn, alvarlegur í bragði að öllum jafnaði,
en þó glaður og léttur í lund, kátur og glettinn í kunningjahópi,
gæddur ríkri frásagnargáfu. Hann var vinsæll maður og naut virð-
ingar og trausts þeirra allra, er honum kynntust.
Sigurður Jónasson, bóndi á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð, lézt þ.
31. dag janúarmán. 1964.
Hann var fæddur að Enni í Viðvíkursveit 26. maí 1892, sonur
Jónasar bónda þar og snikkara Jónssonar og konu hans Pálínu
ljósmóður Björnsdóttur, bónda á Hofstöðum og fyrri konu hans,
Margrétar Sigríðar Pálsdóttur. \rar hann albróðir Bjöms á Brekk-
um (sjá þátt um hann í Glóðaf. 1970, 11. h., bls. 49).