Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 52

Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 52
52 GLOÐAFEYKIR deilur og lagði á það mikla stund að jafna alla misklíð með friðsamlegum hætti. En ef eigi varð hjá því komizt að láta sverfa til stáls, lögðu menn ágreiningsmálin ósmeykir undir úr- skurð hans. Hann var réttsýnn og ágætur dómari og naut virðingar og trausts í dómarasessi. Hann var hvort tveggja í senn, höfðingja- djarfur og lítillátur — og fer hverjum valdsmanni vel. En hann var ekki aðeins Sigurður sýslumaður, ekki aðeins yfirvaldið, hann var líka Sigurður frá Vigur: gleðimaðurinn, hinn góði félagi, listamað- urinn í meðferð máls og sagna, tilfinningamaðurinn, hinn örlyndi geðbrigðamaður, er hlegið gat hæst af öllum, er svo bar undir, en í næstu andrá klökknað yfir fögru kvæði. Og hann var alvörumaður- inn, trúmaðurinn, sem varðveitti sína barnatrú og reisti lífsskoðun sína á bjargi svo traustu, að bifaðist hvergi. Hins er svo eigi að dyljast, að hann var ekki með öllu laus við þann lærdómsþótta, sem stundum loddi við suma hina eldri latínu- og langskólamenn, og því hætti honum til að líta smáum augum hina nýju alþýðumennt- un. Sigurður sýslumaður rækti embætti sitt af kostgæfni. Eigi að síður átti hann áhugamál og hugðarehii utan og ofan við alla toll- heimtu og dómarasýsl. Hann vann að ýmsum framfara- og menn- ingarmálum í héraði, var t. a. m. einn af forgöngnmönnum að stofn- un Búnaðarsamb. Skagfirðinga 1930 og sat í stjórn þess meðan hans naut við í héraðinu. Þá var hann einn af hvatamönnum að stofnun Sögufélags Skagfirðinga 1937, í stjórn félagsins alla stund og forseti þess 1937—1948. Flins vegar var hann mótgangsmaður þess, mikils ráðandi, að héraðsskóli væri reistur í Yarmahlíð; munu þar annar- legar ástæður mestu hafa um valdið. Annars kom hann víða við. Hann unni fornum fræðum og fögru máli. Sjálfur var hann orð- listarmaður, ljóðelskur og ljóðhneigður, kostaskáld, þá sjaldan á því tók. Mál hans gat sindrað og leiftrað af snjöllum líkingum, þegar bezt lét. Sigurður sýslumaður var góður meðalmaður á vöxt og svaraði sér vel, beinn í baki, fríður sýnum. Hann var áhlaupamaður til vinnu, en lét þess á milli lausan tauminn. Uppstökkur var hann nokkuð og óbilgjarn á stundum, sem eigi er ótítt um geðbrigða- menn, en sáttfús oftast. Hann gat verið manna skemmtilegastur, enda sagnasjór, fyndinn, hugkvæmur — og hlýr, er að hjartanu kom.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.