Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 30
30
GLOÐAFEYKIR
Ur Leirgerði
FRAMHALD
Eitt sinn átti Jón Bakkaskáld í erfiðri kosningabaráttu, því að
þótt maðurinn sé á allan hátt hinn herðimannlegasti og þess vegna
sjálfkjörinn á sýslufund, þá voru þó innan hreppsins menn, sem
töldu sig eiga erindi á það þing ekki síður en Jón. F.n þrátt fyrir
það sigraði Jón, og töldu kunnugir, að það rnætti hann þakka Bessa
hreppstjóra í Kýrholti, er jafnan studdi Jón að öllum þeirn ernbætt-
um, er honum máttu til virðingar verða. Þá orti oddviti sýslu:
nefndar:
Bragðfimur hefur brugðið
brandi enn að vanda.
Vígsterkur sá's með virktum
Viðvíkur- hreppti -ríki.
Hátt bar hersi með Bersa
hjálmprúðan í gný álma
áður úr Röanis reani
rakkur kont heim að Bakka.
Við kosningar til sýslunefndar 1046 var ekkert lát á Jóni, hvorki
andlega né líkamlega, að gefa kost á sér. Voru Viðvíkurhrepps-
menn nú að fullu sannfærðir um, að ekki mundu aðrir hæfari til
að beitast fyrir þeirra misjöfnu málefnum innan sýslunefndar;
var hann kosinn að kalla mátti einum rómi með álitlegu atkvæða-
magni. Er ritaranum, vini Jóns, bárust þessi tíðindi, varð hann
glaður við og orti til hans — þó ekki hjálparlaust:
Enn hefur ort hinn svinni
óð í sögu þjóðar,
orðsnjall enn sem forðum,
Of vann sigur hinn digii.
Hvasst beit hjörinn glæsti
höfuð, fremstum jöfurr.
Hann mun því hróður manna
hreppa meðan lönd eru uppi.