Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 72
72
GLOÐAFEYKIR
grund í Blönduhlíð, Gíslasonar, og konu hans Guðrúnar Eiríks-
dóttur hreppstjóra í Djúpadal, Eiríkssonar prests á Staðarbakka,
Bjarnasonar. Valdimar í Vallanesi var víðkunnur atorkumaður og
dugnaðar, einn hinn mesti umbótamaður og framkvæmda í bænda-
stétt um sína daga. Var Guðrúnu ærinn vandi, ungri og óreyndri,
að setjast í húsfreyjusæti í Vallanesi við hlið
þvílíks ákafamanns og eldhuga, sem Valdi-
mar var. En hún var slík, er á reyndi, að al-
mælt var, að henni hefðu allir hlutir farið
vel úr hendi, enda hlaut hún hvers manns
virðingu og traust.
Váldimar í Vallanesi lézt 12. febr. 1944.
Bjó Guðrún áfram með börnum sínum til
1947, er Eiríkur sonur þeirra hjóna tók við
búsforráðum; gerðist hún þá bústýra hjá
honum nokkur ár, unz hann kvæntist. —
Dvaldist hún eftir það löngum í \rallanesi,
unz yfir lauk.
Börn þeirra Guðrúnar og Valdimars eru 4: Herfriður, húsfr. í
Brekku hjá Víðimýri, Eirikur, bóndi í Vallanesi, Stefdn, vélameistari
á Lagarfossi og Jóhanna, hiisfr. í Vestmannaeyjum.
Guðrún í Vallanesi var í meðallagi á vöxt, fríð kona og sviphrein,
háttvís í framgöngu. Hún var væn kona og vel gefin, stillt í geði,
góðviljuð og hjartahlý.
G. M.