Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 51
GLOÐAFEYKIR
51
Sigurður prestur og alþm. í Vigur Stefánsson, bónda á Heiði í
Gönguskörðum, Stefánssonar bónda í Keflavík í Hegranesi, Sig-
urðssonar, og konu hans Þórunnar Bjarnadóttur hreppstjóra á Kjar-
ansstöðum á Akranesi, Brynjólfssonar, en kona Bjarna og móðir
Þórunnar var Helga Ólafsdóttir Stephen-
sens.
Sigurður óx upp með foreldrum sínum
í Vigur. Hann gekk menntaveginn, sem
svo er kallað, lank stúdentsprófi 1908, lög-
fræðiprófi 1914. Stnndaði málflutning á
Isafirði í nokkur ár; var þar og bæjarfulltrúi
og rak útgerð um skeið. Fulltrúi í fjármála-
ráðuneytinu frá 1921; hæstaréttarlögmaður
1923. Settur bæjarfógeti í Vestmannaeyjum
um hálfs árs skeið og hóf herferð gegn
brezkum landhelgisbrjótum. — Skipaður
sýslumaður í Skagafjarðarsýslu 1. des. 1924
og hélt til ársloka 1957; hafði því farið þar með sýsluvöld í aldarí
þriðjung, er hann lét af embætti fyrir aldurs sakir. Jafnframt var
hann og bæjarfógeti á Sanðárkróki, er staðurinn fékk kaupstaðar-
réttindi 1947. Síðustu árin átti hann heima í Reykjavík.
Árið 1915 gekk Sigurður að eiga Stefaníu Arnórsdóttur prests í
Hvammi í Laxárdal, Ámasonar bónda í Höfnum á Skaga, Sigurðs-
sonar, og fyrri konu hans, Stefaníu Stefánsdóttur í Hraunkoti og
Vatnsnesi hjá Keflavík syðra, Ólafssonar. Var frú Stefanía Arnórs-
dóttir orðlögð myndarkona. Börn þeirra hjóna eru 9: Margrét, hús-
freyja í Helsingborg í Svíþjóð, Sigurður, listmálari í Kópavogi,
Stefania, skrifstofumær í Reykjavík, Arnór, skrifstofumaður hjá K.S.
á Sauðárkróki, Stefán, lcigfr. á Akranesi, Hrólfur, listmálari í Kópa-
vogi, Guðrún, húsfr. í Kaupmannahöfn, Arni, prestur á Blönduósi
og Snorri, skógfræðingur í Kópavogi. Konu sína missti Sigurður
vorið 1948. Var þá fast að sorfið heimili hans og þeirra hjóna.
Sigurður sýslumaður unni eynni \'igur og æskuslóðum. Eigi að
síður gerðist hann skjótt, eftir að hingað kom, gróinn Skagfirðingur,
enda héðan ættaður öðrum þræði, afkomandi Hrólfs sterka í bein-
an karllegg og þótti gott. Mátti svo kalla, að hann væri skagfirzk-
ari hverjum Skagfirðingi. Fyrir þetta naut hann hér mikillar
mannhylli. Hann var og sveitamaður að eðli öllu og uppeldi. —
En fleira margt kom til. Sigurður sýslumaður hélt jafnan með
ágætum á málstað þessa héraðs. Hann var laginn að setja niður
Sigurður Sigurðsson