Glóðafeykir - 01.11.1972, Qupperneq 51

Glóðafeykir - 01.11.1972, Qupperneq 51
GLOÐAFEYKIR 51 Sigurður prestur og alþm. í Vigur Stefánsson, bónda á Heiði í Gönguskörðum, Stefánssonar bónda í Keflavík í Hegranesi, Sig- urðssonar, og konu hans Þórunnar Bjarnadóttur hreppstjóra á Kjar- ansstöðum á Akranesi, Brynjólfssonar, en kona Bjarna og móðir Þórunnar var Helga Ólafsdóttir Stephen- sens. Sigurður óx upp með foreldrum sínum í Vigur. Hann gekk menntaveginn, sem svo er kallað, lank stúdentsprófi 1908, lög- fræðiprófi 1914. Stnndaði málflutning á Isafirði í nokkur ár; var þar og bæjarfulltrúi og rak útgerð um skeið. Fulltrúi í fjármála- ráðuneytinu frá 1921; hæstaréttarlögmaður 1923. Settur bæjarfógeti í Vestmannaeyjum um hálfs árs skeið og hóf herferð gegn brezkum landhelgisbrjótum. — Skipaður sýslumaður í Skagafjarðarsýslu 1. des. 1924 og hélt til ársloka 1957; hafði því farið þar með sýsluvöld í aldarí þriðjung, er hann lét af embætti fyrir aldurs sakir. Jafnframt var hann og bæjarfógeti á Sanðárkróki, er staðurinn fékk kaupstaðar- réttindi 1947. Síðustu árin átti hann heima í Reykjavík. Árið 1915 gekk Sigurður að eiga Stefaníu Arnórsdóttur prests í Hvammi í Laxárdal, Ámasonar bónda í Höfnum á Skaga, Sigurðs- sonar, og fyrri konu hans, Stefaníu Stefánsdóttur í Hraunkoti og Vatnsnesi hjá Keflavík syðra, Ólafssonar. Var frú Stefanía Arnórs- dóttir orðlögð myndarkona. Börn þeirra hjóna eru 9: Margrét, hús- freyja í Helsingborg í Svíþjóð, Sigurður, listmálari í Kópavogi, Stefania, skrifstofumær í Reykjavík, Arnór, skrifstofumaður hjá K.S. á Sauðárkróki, Stefán, lcigfr. á Akranesi, Hrólfur, listmálari í Kópa- vogi, Guðrún, húsfr. í Kaupmannahöfn, Arni, prestur á Blönduósi og Snorri, skógfræðingur í Kópavogi. Konu sína missti Sigurður vorið 1948. Var þá fast að sorfið heimili hans og þeirra hjóna. Sigurður sýslumaður unni eynni \'igur og æskuslóðum. Eigi að síður gerðist hann skjótt, eftir að hingað kom, gróinn Skagfirðingur, enda héðan ættaður öðrum þræði, afkomandi Hrólfs sterka í bein- an karllegg og þótti gott. Mátti svo kalla, að hann væri skagfirzk- ari hverjum Skagfirðingi. Fyrir þetta naut hann hér mikillar mannhylli. Hann var og sveitamaður að eðli öllu og uppeldi. — En fleira margt kom til. Sigurður sýslumaður hélt jafnan með ágætum á málstað þessa héraðs. Hann var laginn að setja niður Sigurður Sigurðsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.